Óður til þreytunnar

Orðin aðeins lúin núna og íhuga að sofa mikið, það er fara snemma að sofa og vakna eins seint og ég kemst upp með. Það er kostur þess að vera þreyttur, þá tekur maður kannski skynsamlegar ákvarðanir, eins og þær að hvílast. Þegar margt spennandi er að gerast í tilverunni hættir mér nefnilega til að vaka og lengi og vakna of snemma = sofa of lítið. Af og til átta ég mig á því að það hefur tekið allt að þrjá daga að reita saman í þennan lögbundna átta tíma svefn sem er víst svo heilagur. Að vísu á Margrét Thatcher að hafa komist af með fimm stunda svefn á nóttu, en ég þyrði ekki að taka áhættuna, sá hvernig það fór með hana, hún breyttist í járnfrú. Whistling

Þannig að nú skal sofið, talsverðar skyldur um helgina, bæði vinnutengdar og persónulegar, og ef ég ætla að ná þeim og svefni þá er ekki hægt að hanga hérna bloggandi fram á nótt.  

Sem betur fer eru vísindamenn við svefnrannsóknir búnir að staðfesta það sem ég hef alltaf vitað að það er bæði hægt að safna svefnforða (kalla það fyrirbyggjandi svefn) og eins að bæta upp svefn(leysis)syndir. Alltaf mjög gaman þegar einhver vísindi staðfesta það sem maður hefur lengi vitað. ,,Sova kan man gjöra når man blir gammal!" sagði Helen vinkona mín við mig einhverju sinni um fjögur leytið að morgni þar sem við sátum í góðra vina hópi í gamla hverfinu í Varsjá. Við vorum á langri og strangri ráðstefnu og sváfum ekki mikið þá helgina. Og viti menn, það tókst að vinna þann svefn upp á örskotsstundu eftir að heim var komið. Svavar Gestsson sagði eitt sinn klukkan fimm að morgni rétt fyrir jól í mikilli umræðulotu í þinginu: ,,Ég er nú orðinn svolítið leiður á þessari níu til fimm vinnu!" en búið var að setja á nefndarfundi klukkan níu næsta morgun. Og auðvitað var hægt að vinna þann svefn upp líka, en kannski fóru jólin í það ;-)

Alla vega, ætli það sé ekki best að fara að sofa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Mikið er gott að heyra þetta með að maður geti unnið upp svefn!!! Hvíldu þig vel og eigðu góða helgarrest. Kærar kveðjur út á Nes til ykkar. 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 10.3.2007 kl. 23:51

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk fyrir svefnumfjöllunina Anna mín.  Hér er ég seint um nótt að syndga upp á (svefn-)náðina.  Bæti það upp á morgun.  Góða nótt

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.3.2007 kl. 03:29

3 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Ég held þetta virki  frábærlega. Eftir að hafa safnað skuld bættu 12 tímar það vel upp og ég vaknaði endurnærð, mátulega í hádegisfréttirnar.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 11.3.2007 kl. 13:47

4 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

Hvíldu þig vel!

Steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 11.3.2007 kl. 13:58

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband