Tćkni, vit og allir vinirnir
10.3.2007 | 00:40
Dagurinn sem er kominn ađ kvöldi tók aldeilis óvćnta stefnu. Elísabet systir á afmćli og ég hringdi í hana í morgun til ađ óska henni til hamingju međ daginn og líka ađ tékka á hvort hún vćri ađ halda uppá hann, ţví ég hef veriđ sorglega léleg í ađ mćta í afmćli í fjölskyldunni hennar ađ undanförnu. Átti uppbyggilegt spjall viđ talhólfiđ hennar um stund og tékkađi svo á póstinum mínum. Einn vinnufélagi minn hjá INNN hafđi veikst ţannig ađ manna ţurfti 4 tíma aukavakt á sýningunni Tćkni og vit í Fífunni, en ég hafđi einmitt ćtlađ međ mömmu í langt hádegi, ţannig ađ ég stökk á ađ taka vaktina frá 15-19. Sé sannarlega ekki eftir ţví. Ég er svo sem ekki búin ađ skođa sýninguna heldur hélt mig á mínum bás, en ţau viđfangsefni sem viđ vorum ađ glíma viđ leystust eitt af öđru og farsćllega, sem er alltaf ósköp gaman. Verđ á vakt um helgina líka, 2 * 2,5 tíma ţannig ađ ég á eftir ađ finna tíma til ađ skođa betur.
Ţađ sem hins vegar setti svip á daginn öđru fremur var ađ í dag voru eingöngu fagađilar ađ skođa sýninguna og ţeirra á međal fullt af vinum og kunningjum úr tölvunördastétt. Ţarna var álitlegur hópur skólafélaga minna, fullt af viđskiptavinum, samstarfsfólki og fyrrverandi starfsmönnum INNN. Og gömlu vinnufélagarnir mínir úr Betware fjölmenntu heldur betur. Viđ vorum ţrjú fyrrverandi á ţremur nćrliggjandi básum og svo stormađi gamla gengiđ mitt um allt. Afskaplega yndislegt ađ sjá ţau öll, enda eyddi ég nćstum fimm árum međ ţeim flestum og ţađ voru sannarlega góđ ár sem ég sakna af og til ţótt ég sé ánćgđ međ ađ hafa fćrt mig um set yfir í vinnu sem á en betur viđ mig en sú gamla. Munađi minnstu ađ ég elti ţennan gamla hóp minn á djammiđ, en var búin ađ gefa fyrirheit um ađ skreppa annađ um kvöldiđ ef á ţyrfti ađ halda. Svo varđ reyndar ekki, ţannig ađ ég endađi kvöldiđ eins og ég hafđi ćtlađ mér upphaflega, í skemmtilegu afmćlisbođi hjá Elísabetu systur og skođađi myndir úr ferđinni til Kanarí og rak óspart áróđur fyrir ţví ađ hún mćtti aftur međ fjölskylduna og nágrannana.
Og ef ţiđ skođiđ frétt Moggans (myndbút) ţá sjáiđ ţiđ Ágúst vinnufélaga minn pikka á tölvuna í básnum okkar, međ close up af lyklaborđinu, svo ég gefa nú fullnćgjandi leiđarlýsingu.
En ég er bráđspennt ađ skođa sýninguna sjálf, ţađ er ţađ sem ég á eftir óskođađ, sem sagt nćstum allt nema vinina.