Merkilegur titringur í gangi
7.3.2007 | 12:23
Áhugavert að skoða viðbrögðin við þessari frétt, sem að mínu mati er frekar frétt vegna þeirra sem ekki eru með á þessu áliti. Afstaða þessara flokka hefur alltaf verið skýr og aðalástæða fyrir andstöðu við inngöngu sú sem fram kemur í fréttinni. Þótt nýr formaður Framsóknar hafni aðild á næstum árum virðist hann ekki geta hamið sitt lið. Afstaða Samfylkingarinnar er ljós, hún er á leið í ESB, nánast ein síns liðs heyrist mér stundum, eins og þegar stungið var upp á því á sínum tíma að veita Jóni Baldvin einstakingsaðild að ESB. Svo er bara spurningin hvort einhver er tilbúin að setja aðildarviðræður á svo háan stall í stjórnamyndunarviðræðum að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum eða VG. Ég held að þeir flokkar sem myndu taka slíka afstöðu væru sjálfkrafa að dæma sig úr leik í næstu ríkisstjórn, því hún verður vart mynduð án annars hvors þessara flokka, eða beggja.
VG og Sjálfstæðisflokkur gegn ESB-aðild | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:25 | Facebook
Athugasemdir
Ingibjörg Sólrún sagði nú bara í samtali við Stöð 2 (þá NFS) 2. ágúst á síðasta ári að Samfylkingin væri reiðubúin að leggja Evrópustefnu sína á hilluna ef það greiddi götu flokksins inn í ríkisstjórn í vor. Sem aftur leiðir hugann að því hvað sé að marka ítrekaðar yfirlýsingar hennar og fleiri í Samfylkingunni að Evrópusambandaðild sé slíkt hagsmunamál fyrir Íslendinga að það þoli enga bið. En svo er flokkurinn skv. þessu reiðubúinn að taka virkan þátt í því að setja málið á ís næstu 4 árin til þess að komast í völd ;)
Hjörtur J. Guðmundsson, 7.3.2007 kl. 13:02
Ég vona sannarlega að þetta sé skiptimynt, gæti illa hugsað mér að fá málið á dagskrá í einhverju bráðræði, virðist reyndar ekki vera starfhæfur meirihluti í sjónmáli sem myndi setja málið á dagskrá. Mín spurning er alltaf, hversu ákaft þrá sumir kratar að komast inn og hvaða ráðum eru þeir tilbúnir að beita?
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 7.3.2007 kl. 15:35
Ingibjörg Sólrun sagði einmitt að ef afstaða allra annara flokka er svona afdráttarlaus gegn ESB, þá yrði Samfylkingin að sætta sig við að ná því ekki fram til að komast í ríkistjórn; skiljanlega þar sem það er ómögulegt að ná því í gegn án þess að samstarfsflokkar styðji það.
Ég skil ekki hvað sumum finnst svona merkilegt við það.
Jónas Tryggvi Jóhannsson, 7.3.2007 kl. 22:30