Efni
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 4
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 33
- Frá upphafi: 575860
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
Nokkrar bækur í tilverunni
Bækur hafa áhrif - hér eru nokkrar sem virkuðu á mig. Áskil mér rétt á að breyta listanum, en svona er hann í dag.
-
Jón Helgason: Úr landsuðri
Ljóð Jóns Helgasonar fræðimanns og skálds eru yndisleg, allt frá Afmæli kattarins til Áfanga. Lesið þau öll, oft!
***** -
Germaine Greer: The Obstacle Race
Listasagan hennar Germaine Greer - uppáhalds feminismabókin mín
**** -
Sigurður Guðmundsson: Tabúlarasa
Ætla ekki að reyna að skýra hvers vegna þessi heillar mig mest, þið verðið bara að lesa hana ... eða ekki.
***** -
E. H. Carr: What is history?
Bókin sem réð úrslitum um að ég varð sagnfræðingur.
*** -
Hómer: Illionskviða
Las hana mölbrotin á spítala og fannst hún flott.
**** -
Steinunn Sigurðardóttir: Sífellur
Steinunn er flott ljóðskáld
**** -
Eleanor H. Porter: Pollýanna
Ótrúlega skemmtilegur heilaþvottur, virkar enn (stundum).
*** -
Antoine de Saint-Exupéry: Litli Prinsinn
Lífsspeki og húmor.
****
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Baugsrappið
3.3.2007 | 20:46
Er Spaugstofan ekki endurtekin? Sé hana greinilega allt of sjaldan, sá samt söngleik um íslenska samfélagið einhvern tíma fyrr á árinu, sem var alveg frábær og svo er þátturinn sem núna stendur yfir ekkert smá fyndinn. Þannig að ef þið hafið ekkert skárra að gera þegar þátturinn verður endurtekinn (ef hann verður endurtekinn) þá er vel þess virði að sjá smá Baugsrapp með meiru. Hef alltaf haft frekar blendnar tilfinningar gagnvart sjónvarpi, meira gefin fyrir útvarp af því það gerir mann ekki eins verklausan, en stend mig að því að finna sífellt fleira skemmtilegt að horfa, fyrir utan 24 og fræðsluþætti um flugvélasmíði, sem eru alltaf sígildir ;-) á Discovery. Þetta seinasta er fjölskyldubrandari sem ég ætlast ekki til að utanaðkomandi skilji, en þið sem eruð með Discovery, takið eftir hvað þörfum áhugafólks um flugvélasmíði er vel sinnt
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Verndað af höfundarrétti. Öll réttindi áskilin. | Þema byggt á Cutline eftir Chris Pearson
Athugasemdir
Ákvað að setja á RÚV plús til að sjá Spaugstofuna ... og jú, hún er endurtekin á sunnudagsmorgnum, held ég.
Ég verð greinilega að fá mér Discovery til að fá áhuga mínum á flugvélasmíði fullnægt. Hehhehehe
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 3.3.2007 kl. 20:59
Spaugstofan er á netinu. Bæði á ruv síðunni og svo held ég að þeir séu með sér síðu. Spaugstofana.is
Jóhanna 4.3.2007 kl. 09:02
Ok, flott.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 5.3.2007 kl. 19:39