Baugsrappið

Er Spaugstofan ekki endurtekin? Sé hana greinilega allt of sjaldan, sá samt söngleik um íslenska samfélagið einhvern tíma fyrr á árinu, sem var alveg frábær og svo er þátturinn sem núna stendur yfir ekkert smá fyndinn. Þannig að ef þið hafið ekkert skárra að gera þegar þátturinn verður endurtekinn (ef hann verður endurtekinn) þá er vel þess virði að sjá smá Baugsrapp með meiru. Hef alltaf haft frekar blendnar tilfinningar gagnvart sjónvarpi, meira gefin fyrir útvarp af því það gerir mann ekki eins verklausan, en stend mig að því að finna sífellt fleira skemmtilegt að horfa, fyrir utan 24 og fræðsluþætti um flugvélasmíði, sem eru alltaf sígildir ;-) á Discovery. Þetta seinasta er fjölskyldubrandari sem ég ætlast ekki til að utanaðkomandi skilji, en þið sem eruð með Discovery, takið eftir hvað þörfum áhugafólks um flugvélasmíði er vel sinnt Sideways

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ákvað að setja á RÚV plús til að sjá Spaugstofuna ... og jú, hún er endurtekin á sunnudagsmorgnum, held ég.

Ég verð greinilega að fá mér Discovery til að fá áhuga mínum á flugvélasmíði fullnægt. Hehhehehe 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 3.3.2007 kl. 20:59

2 identicon

Spaugstofan er á netinu. Bæði á ruv síðunni og svo held ég að þeir séu með sér síðu. Spaugstofana.is

Jóhanna 4.3.2007 kl. 09:02

3 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Ok, flott.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 5.3.2007 kl. 19:39

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband