Óskhyggja eða verður af því núna?
3.3.2007 | 13:52
Mér finnst ég hafa heyrt þetta áður. Rétt fyrir kosningar er kominn pirringur og yfirlýsingar. Þetta þykir víst pólitískt klókt, hef aldrei verið neitt óskaplega trúuð á þessa pólitískt klóku leiki. Þegar upp er staðið eru það raunveruleg stefnumál og heiðarleiki sem gilda, en líklega deila ekki margir þessari skoðun með mér.
Fyrst þegar ég heyrði orðróm um mögulegt stjórnarslit á einhverri bloggsíðu blaðamanns, þá fannst mér hann leiða allgóð rök fyrir því að núna gæti möguleikinn verið raunverulegur. Það er löngu kominn tími á uppstokkun og línurnar í stjórnmálum gerólíkar því sem gerðist fyrir fjórum árum þegar fulltrúar okkar voru kjörnir. En eftir því sem æsingurinn verður meiri og yfirlýsingarnar stangast meira á, þá er ég hrædd um að þetta séu bara fastir liðir eins og venjulega og ég er ekkert svo vongóð um að kosningum verði flýtt. Óskhyggjan segir mér að við eigum að kjósa strax, en spá mín er sú að við þurfum að bíða eftir settum kjördegi.
![]() |
Núningur og kurr |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook