Nú er bara að koma Íslandi á toppinn líka

Það eru nokkrir góðir möguleikar til að koma Íslandi hærra á listann þar sem mesti jöfnuður ríkir. Forval VG hér á höfuðborgarsvæðinu var glæsilegur sigur kvenna og í öðrum kjördæmum er hlutur þeirra til fyrirmyndar. Svo eru þetta bara svo æðislegar konur, allar saman. Netverjar hér á Moggablogginu þekkja Guðfríði Lilju og fleiri í forystu VG af skrifum þeirra hér og þar sem aldrei komið að tómum kofanum. Það er ekki spurning að með því að kjósa VG er hægt að gera mikið til að rétta hlut kvenna og láta feminískar raddir heyrast á alþingi, því það er ekki minna um vert.


mbl.is Flestar þingkonur í Rúanda, Svíþjóð og Kosta Ríka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er það virkilega draumur femínista að koma Íslandi í hóp þróunarríkja þrjiðja heimsins?

grímnir 3.3.2007 kl. 02:00

2 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Hefur bara ekkert með það að gera, en þróunarríki eru ekkert vondur félagsskapur, heimurinn er ekki svo stór að við getum ekki haft gott af því að starfa með öllum, ræða við alla og skiptast á reynslusögum og skoðunum. 

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 3.3.2007 kl. 13:13

3 identicon

Finnst þér virkilega eðlilegt að konur verði helmingur alþingismanna þegar almennt framboð kvenna í pólitík er á milli 1/3 - 1/4? Eðlilegasta leiðin er að hvetja fleiri konur til framboðs og láta þær þurfa að berjast fyrir stöðum jafnt og karlmenn, en ekki stytta þeim leiðina með þvinguðum helmings hlutföllum. Ef hlutfall kvenna á alþingi verður helmingi hærra en framboðið þá hlýtur það að þýða að það sé helmingi auðveldara fyrir konur að klifra upp heldur en karla.

 Nú er ég ekkert á móti því að konur verði helmingur alþingismanna eða helmingur forstjóra fyrirtækja, en hinsvegar finnst mér eðlilegt að þær berjist fyrir þeim stöðum sem einstaklingar í stað þess að fá þær upp í hendurnar með þvingandi aðgerðum á kostnað karlmanna.

Geiri 3.3.2007 kl. 16:56

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband