Efni
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 4
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 33
- Frá upphafi: 575860
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
Nokkrar bækur í tilverunni
Bækur hafa áhrif - hér eru nokkrar sem virkuðu á mig. Áskil mér rétt á að breyta listanum, en svona er hann í dag.
-
Jón Helgason: Úr landsuðri
Ljóð Jóns Helgasonar fræðimanns og skálds eru yndisleg, allt frá Afmæli kattarins til Áfanga. Lesið þau öll, oft!
***** -
Germaine Greer: The Obstacle Race
Listasagan hennar Germaine Greer - uppáhalds feminismabókin mín
**** -
Sigurður Guðmundsson: Tabúlarasa
Ætla ekki að reyna að skýra hvers vegna þessi heillar mig mest, þið verðið bara að lesa hana ... eða ekki.
***** -
E. H. Carr: What is history?
Bókin sem réð úrslitum um að ég varð sagnfræðingur.
*** -
Hómer: Illionskviða
Las hana mölbrotin á spítala og fannst hún flott.
**** -
Steinunn Sigurðardóttir: Sífellur
Steinunn er flott ljóðskáld
**** -
Eleanor H. Porter: Pollýanna
Ótrúlega skemmtilegur heilaþvottur, virkar enn (stundum).
*** -
Antoine de Saint-Exupéry: Litli Prinsinn
Lífsspeki og húmor.
****
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Nú er bara að koma Íslandi á toppinn líka
2.3.2007 | 22:51
Það eru nokkrir góðir möguleikar til að koma Íslandi hærra á listann þar sem mesti jöfnuður ríkir. Forval VG hér á höfuðborgarsvæðinu var glæsilegur sigur kvenna og í öðrum kjördæmum er hlutur þeirra til fyrirmyndar. Svo eru þetta bara svo æðislegar konur, allar saman. Netverjar hér á Moggablogginu þekkja Guðfríði Lilju og fleiri í forystu VG af skrifum þeirra hér og þar sem aldrei komið að tómum kofanum. Það er ekki spurning að með því að kjósa VG er hægt að gera mikið til að rétta hlut kvenna og láta feminískar raddir heyrast á alþingi, því það er ekki minna um vert.
Flestar þingkonur í Rúanda, Svíþjóð og Kosta Ríka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Athugasemdir
Er það virkilega draumur femínista að koma Íslandi í hóp þróunarríkja þrjiðja heimsins?
grímnir 3.3.2007 kl. 02:00
Hefur bara ekkert með það að gera, en þróunarríki eru ekkert vondur félagsskapur, heimurinn er ekki svo stór að við getum ekki haft gott af því að starfa með öllum, ræða við alla og skiptast á reynslusögum og skoðunum.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 3.3.2007 kl. 13:13
Finnst þér virkilega eðlilegt að konur verði helmingur alþingismanna þegar almennt framboð kvenna í pólitík er á milli 1/3 - 1/4? Eðlilegasta leiðin er að hvetja fleiri konur til framboðs og láta þær þurfa að berjast fyrir stöðum jafnt og karlmenn, en ekki stytta þeim leiðina með þvinguðum helmings hlutföllum. Ef hlutfall kvenna á alþingi verður helmingi hærra en framboðið þá hlýtur það að þýða að það sé helmingi auðveldara fyrir konur að klifra upp heldur en karla.
Nú er ég ekkert á móti því að konur verði helmingur alþingismanna eða helmingur forstjóra fyrirtækja, en hinsvegar finnst mér eðlilegt að þær berjist fyrir þeim stöðum sem einstaklingar í stað þess að fá þær upp í hendurnar með þvingandi aðgerðum á kostnað karlmanna.
Geiri 3.3.2007 kl. 16:56