Ef skakkar skoðanakannanir eru nú skoðanamyndandi ...

Skoðanakannanir undanfarna daga virðast gefa vísbendingar um hvert stefnir varðandi úrslit kosninganna. En er það svo?

Óvenju margt bendir til að skekkjur séu margar nú, og sumir félagsvísindamenn reyna vissulega að vekja athygli á því.

1. Sveiflur á fylgi flokka eru óvenju miklar svo skömmu fyrir kosningar.

2. Kjósendur eldri en 67 ára (35 þúsund manns heyrðist mér sagt í útvarpinu) eru ekki spurðir í sumum könnunum. Það hefur verið gagnrýnt. 

3.  Ótrúlega hátt hlutfall kjósenda hefur ekki gert upp hug sinn. Þegar aðeins næst í 63,2 % kjósenda og aðeins 67,8 % þeirra hafa gert upp hug sinn, er í raun ekki komið á hreint hvað næstum 60% kjósenda ætla sér, heldur aðeins um 42%. 

Skoðanakannanir á þessum mjög svo ótrausta grunni eru engu að síður skoðanamyndandi að einhverju marki. 

Mjög oft í undanförnum kosningum hafa skoðanakannanir skömmu fyrir kosningar reynst býsna nálægt úrslitum kosninga. Reyndar ekki endilega í takti við það hversu fagleg vinnubrögð eru ástunduð. Í fyrstu árum mínum í blaðamennsku bauð Blaðamannafélagið upp á ýmis mjög metnaðarfull blaðamannanámskeið, aðallega í samstarfi við Háskóla Íslands. Ég sótti nokkur þeirra, meðal annars námskeið um skoðanakannanir. Þar lærði ég margt um hvernig faglegar skoðanakannanir eru gerðar. En hins vegar vildi oft svo til að þeir sem gerðu þær kannanir sem þóttu minnst ábyggilegar (en alls ekki óábyggilegar) römbuðu á réttustu útkomuna. En þessar kannanir byggðu á allt öðrum veruleika en nú er uppi. Miklu fleiri höfðu gert upp hug sinn. Sveiflur eins og nú sjást voru ekki til staðar, heldur miklu meiri langtímasveiflur. 

Hver mun tapa og hver mun njóta góðs af ef veruleikinn sem kemur upp úr kjörkössunum verður annar en sá sem skoðanakannanir halda að okkur veit enginn. Eitt af því sem hefur áhrif er hvort skakkar skoðanakannanir verða skoðanamyndandi. 

Gott að hafa þetta í huga! 

400_f_45803204_r3bastk7s6wen97ink0vtjl0ktd2cd2t_-_copy.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband