Ég meina það

Mér finnst ekki hægt að vera í stjórnmálum nema að meina það. Stjórnmál eru ekki endilega áhugamál, eiga ekki að vera lífsstíll og þaðan af síður einhver rós í hnappagatið. Kringum búsáhaldabyltinguna fann ég að verið var að umbylta æði mörgu, meðal annars hugmyndum um hvað stjórnmál væru og hvernig þau ættu að vera. Allt í einu var farið að setja spurningamerki við svo ótal margt og enginn gat lengur sagt að hann eða hún ætlaði bara að kjósa eins og pabbi og mamma, enda gat allt eins verið að pabbi væri farinn til Noregs að vinna og mamma að tromma á potta niðri á Austurvelli, eða öfugt. Vonbrigði þess kjörtímabils sem nú er að ljúka eru ekki vegna þess sem vel hefur verið gert, sem er vissulega fjölmargt, heldur vegna þess sem hefur brugðist. Við höfum öll okkar hugmyndir um hvað hefur einkum brugðist og hvers vegna.

Mín er þessi: Ómældum tíma, fé og orku hefur verið eytt í vitleysu. Toppurinn á ísjakanum er Icesave, en hin 90% eru aðildarferlið að ESB. Þar hefur peningum verið sóað og tíma fjölda fólks, sem átti að vera að sinna því að finna úrræði til að bjarga fjölskyldum og einstaklingum sem hafa verið að missa allt sitt, verið kastað á glæ á altari ESB-trúarinnar. 

Og ég meina það!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband