Stokkað upp á nýtt

Allt er á fleygiferð í íslenskum stjórnmálum nú. Formaður flokks sem hefur löngum gert kröfu um að vera sá stærsti á Íslandi veit ekki í hvorn fótinn hann á stíga. Önnur ágjöf er á sumum vonarpeningunum, sem komið hafa fram á sjónarsviðið.

Það merkilega er að nú eru aðeins tvær vikur til kosninga. 

Jafnvel Framsóknarflokkurinn veit ekki hvort fylgið í skoðanakönnunum skilar sér upp úr kjörkössunum. Heyri sífellt oftar að þar á bæ hafi menn áhyggjur af tvennu: Annars vegar að kosningarnar skuli ekki vera yfirstaðnar nú þegar, eða alla vega áður en meiri umræða verður um efnahagstillögur þeirra og hins vegar að einhver kunni að fatta að þeir eru einn af fjórflokknum. Margir segja nú: Alla vega ekki fjórflokkinn! Kannski geta þeir í Framsókn eignað sér gamlan brandara sem var stundum sagður þegar þorri Íslendinga skildi skrýtlur sem sagðar voru á dönsku:

Ceasar er död!

Napoleon er död!

Og selv föler jeg mig faktisk lidt slöj!

 220px-giulio-cesare-enhanced_1-800x1450.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hvað sem verður þá er eitt víst að ekkert er víst. Og vonandi verður niðurstaðan að fólk kýs eftir málefnum sem það trúir að verði fylgt eftir af heilindum og heiðarleika. Í rauninni kallar skuldavandi heimilanna ekki á minna en að allir snúi bökum saman. Við getum tekist á um önnur mál, svo sem ESB-aðild, þar sem við í Regnboganum erum kannski þau einu sem munum örugglega ekki ljá máls á að stuðla að aðild Íslands að ESB- með beinum eða óbeinum hætti. En ráðstafanir til að koma til bjargar þeim sem enn eru að ströggla við að ná endum saman og endurheimta sjálfsögð mannréttindi eins og lífsviðurværi og húsaskjól: Gera verður kröfu til að í þeim aðgerðum taki allir þátt og klári málið þannig að þessi hópur fái ekki minni fyrirgreiðslu og fé en stórskuldarar sem fá niðurfellingu á milljarðatugum, fjárglæframenn og sjálftökustéttin nýja. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband