Flokkar eiga ekki fólk en sumt fólk á flokka

Flokkar eiga ekki fólk, þótt sumir þeirra hagi sér stundum eins og svo sé. Hver og einn kjósandi getur ráðstafað atkvæði sínu eins og henni eða honum lystir og þau mannréttindi eru dýrmæt. Þarf ekki einu sinni að kjósa flokk, ef annað er í boði.

Hins vegar vita það allir, sem hafa fylgst með stjórnmálum í meira en korter, að fólk getur ,,átt" flokka í krafti auðs og valda. Það kaupir sér ekki flokk af því það sé svo gaman að eiga flokk, svona eins og að eiga persneskt teppi eða listaverk eftir Eggert. Nei, að eiga flokk merkir ekkert annað en að ætla sér að nota flokkinn til þess að skara eld að sinni köku. Þetta ætti að vera öllum þeim áhyggjuefni sem ráðstafa atkvæði sínu í kosningunum eftir þrjár vikur. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband