Eldgos eru auđvitađ ekkert fyndin, en ...
8.10.2012 | 17:41
Eins og flestir Íslendingar ber ég óttablandna virđingu fyrir náttúruöflunum. Og innst inni veit ég auđvitađ ađ eldgos eru ekkert fyndin. En hins vegar ţá vill svo til ađ ţrjár af uppáhaldsskemmtisögunum mínum tengjast allar Heimaeyjargosinu, sem ég man eftir eins og ađrir á mínum aldri. Ekki tókum viđ fjölskyldan mikinn ţátt í ţví sem ţar gerđist og á eftir, tókum ţó ađ okkur eina ólétta flóttatík og hún gaut einum hvolpi á heimilinu.
En ţađ er önnur saga. Ein ţekktasta skemmtisagan er eflaust ţessi (hér fengin af ruv.is kringum goslokahátíđ í sumar):
Međal annars [fluttu leikarar] frćga sögu af viđbrögđum Boga heitins í Eyjabúđ. Sá sem seldi honum alltaf gos kom til hans og sagđi: Bogi, ţađ er komiđ gos" og Bogi svarađi: Settu ţađ bara á tröppurnar, vinurinn."
Önnur er ćttuđ úr fjölskyldu eđa vinahópi einnar vinkonu minnar og ţegar ég setti hana á Facebook bárust mér einhverjar leiđréttingar, en hér er hún eins og ég heyrđi hana, stutt og einföld:
Kona nokkur sagđi: ,,Mig dreymdi mannsnafniđ Arnaldur, og ţađ var eins og viđ manninn mćlt, átta árum síđar fór ađ gjósa í Heimaey!"
Sú ţriđja er sönn saga sem viđ Gunna vinkona upplifuđum um morguninn ţegar bátar Eyjamanna sigldu í Ţorlákshöfn og fjölskyldur sóttu sína nánustu ţangađ. Međal annars féll niđur tími í bókmenntafrćđi hjá einum kennara okkar. Viđ snerum ţví til baka úr skólunum og mćttum einni skólasystur okkar sem kom hlaupandi, ađeins of sein í tíma. Hún spurđi hvers vegna viđ vćrum ađ fara til baka og viđ svöruđum (sem satt var): ,,Ţađ fellur niđur tími vegna ţess ađ konan hans Vésteins á ćttingja í Vestmannaeyjum." - Viđ skildum ekkert í ţví hvers vegna ţessi skólasystir okkar varđ eitt spurningarmerki í framan.