Grafalvarlegur fréttapistill frá Kanarí

Afsakid pennaletina en nú er smá skýjafar hér á Kanarí eftir einmuna blídu ad undanförnu og tóm til ad skrifa háalvarlegan fréttapistil frá Kanarí.

Fyrst fréttir af tídarfari ad íslenskum sid: Vedurblídan ad undanförnu hefur sem sagt verid einstök, um og yfir 30 grádur flesta daga og alltaf jafn fallegt hér, med flaksandi pálmum og furutrjám út um allt. Í dag var hins vegar rok og varla nema 20 stiga hiti en brakandi blída á svölunum okkar á Paraiso Maspalomas. Hér hefur verid rigningarspá alltaf af og til en aldrei komid dropi úr lofti og vid sem hér erum erum afskaplega sátt vid thad.

Stjórnmál: Framsóknarmenn eru búnir ad uppgötva ad hér er gaman ad halda kosningafundi og hvergi verda slíkir fundir jafn fjölsóttir, 340 manns maettu á fund med Gudna Ágústssyni um seinustu helgi, en ég hef enn ekki hitt einn einasta sem kýs Framsókn úr hópnum sem kom á fundinn, vera má ad thad segi meira um vini mína en fundargesti. Hins vegar fór Gudni audvitad á kostum og thótti hid besta skemmtiefni hér, og er thó ekki fásinninu fyrir ad fara. Álftnesingarnir voru eitthvad ad atast í honum og ábyggilega fleiri en hann thótti hafa farid vel út úr fundinum, nema kannski thetta med ad fjölga kjósendum flokksins síns, ekki alveg viss med thad. Í morgun átti svo Ísólfur Gylfi Pálmason ad maeta med gítarinn sinn, en engar fréttir hef ég enn af theim fundi, og vidurkenni ad ég nennti engan veginn ad fara á fundinn, thótt ég hafi heyrt Gylfa spila og viti ad hann er dágódur músíkant.

Breytingar á umhverfinu: Hér er alltaf eitthvad ad breytast í umhverfinu - en Íslendingar sem til thekkja geta haldid áfram ad lesa:

  • Til daemis er verid ad endurbyggja vinsaelt Íslendingahótel, Teneguia, svo fólk sem hefur verid thar árum saman hefur thurft ad finna sér annad skjól.
  • Vinsaell bar í kjallar Roque Nublo, Paddy Murphy´s sem ŕrum saman hefur verid vinsaell medal Íslendinga og Nordmanna, enda írskur pöbb med búlgörskum söngvara (Nikolai) sem syngur írsk lög eins og engill, hefur skipt um eigendur og nú er Nikolai horfinn, enda búinn ad hóta thví í tvö ár, mamma hans í Búlgaríu er ordin gömul og tharfnast meiri adstodar en fyrr. Hann er kominn á skemmtiferdaskip thess í stad og ég býst vid ad norska eiginkonan og dóttirin sjái um mömmuna. Nýi eigandinn er feitlaginn Barbapapalegur náungi sem syngur ljómandi vel í karókí, sem er adalskemmtunin núna á thessum stad, en hálf er nú Snorrabúd stekkur enn sem komid er og frekar eydilegt um ad litast tharna á kvöldin, á stad sem alltaf var smekkfullur.
  • Hótelid vid hlidina á Paraiso Maspalomas, sem margir thekkja, er í endurbyggingu sem gengur mjög furdulega fyrir sig, fyrst er steypt og sídan er steypan brotin ad hluta, en vid sem ekki thurfum ad borga reikninginn, eigum ad láta okkur thetta í léttu rúmi liggja.
  • Byggingarsvaedid í Meloneras er sífellt ad taka á sig meiri mynd baejar.

Fastir lidir: Íslendingahópar og einstaklingar fá vidurnefni hér eins og annars stadar. ,,Sléttuúlfarnir" eru til ad mynda maettir á svaedid eins og oftar á thessum árstíma. Vidurnefnid fá their af heimaslódum sínum. Baendurnir eru hins vegar ekki hér í ár, alla vega ekki á thessum tíma. Harry er enn á sínum stad og fréttir berast af thví ad hann selji Íslendingum rafmagnsvöru og alls konar graejur sem aldrei fyrr.

Vid Ari sendum bestu kvedjur heim til allra, erum búin ad vera dugleg í mini-golfi med Ása, Gunna, Ingu og tengdaforeldrum Ása en ekki haft erindi sem erfidi. Búin ad rölta um alla Ensku ströndina meira og minna og hlökkum til ad fá Elísabetu systur og syni hingad í naestu viku. Vonum ad Óli og Simbi hafi thad gott og passi húsid vel. Og lýkur hér med Kanaríeyjapistli ad thessu sinni.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guđríđur Hrefna Haraldsdóttir

Frábćrt ađ veđriđ er svona gott og ađ ţiđ njótiđ ykkar svona vel! Hlakka til ađ fá ferđasöguna!

Guđríđur Hrefna Haraldsdóttir, 17.2.2007 kl. 19:55

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband