Tvćr ólíkar svipmyndir frá Prag og Varsjá
19.12.2011 | 17:31
Skrýtiđ hvađ ţađ er sem vekur ljóslifandi svipmyndir í huganum. Tvennt gerólíkt hefur veriđ ađ skjóta upp kollinum ţessa dagana. Annars vegar fornbókaverslanirnar í Prag anno 1974, hins vegar anarkistaball í Varsjá kringum áriđ 2000. Ţađ sem kom mér svo á óvart í Prag á sínum tíma var fjöldi ţeirra bóka sem ég rakst á eftir íslenska höfunda á tékknesku í fornbókaverslunum í ţessari fallegu borg. Og ţar voru margir ólíkir höfundar í hillum, en mest var af Kristmanni Guđmundssyni og Gunnari Gunnarssyni, sem báđir skrifuđu á skandinavískum málum, en ţarna voru fjölmargir ađrir, Laxness auđvitađ og fjölmargir fleiri. Ţessi minning skaut upp kollinum nú ţegar Vigdís er ađ rifja upp ađ Václav Havel las íslenska bók í fangelsinu. Hún hélt, eftir lýsingu hans, ađ ţetta hefđi veriđ Gunnar Gunnarsson, en ţađ reyndist vera Kristmann, einmitt höfundarnir sem ég sá mest af í Prag forđum.
Hin minningin er gerólík og vakin af allt öđru, ţótt sömu helgi sé. Ég hef ţegar getiđ um snilldarflutning Sigtryggs Baldurssonar á Rudolf á Baggalútstónleikunum á laugardagskvöldiđ. Í framhaldi hef ég veriđ ađ hlusta á alls konar trommutónlist, Bongo song međ dönsku strákunum Safri Duo og L'Ombilico del Mondo međ Jovanotti, ítölskum hipphoppara, friđarsinna međ meiru (var meira ađ segja međ Pavarotti á góđgerđartónleikum minnir mig). Og ţá mundi ég allt í einu eftir anarkistaballi í Varsjá fyrir um ţađ bil áratug, sem ég lenti á fyrir algera tilviljun, var eitthvađ í bland viđ umhverfisverndarsinna og ESB-andstćđinga og fleira hugsjónafólk á slabbkenndum dögum í Varsjá. Í eldgömlu leikhúsi, sem minnti á ögn ofvaxiđ Gamla bíó var ţetta frábćrlega skemmtilega ball, ţar sem heilu fjölskyldurnar voru mćttar. Allt í einu fóru einn eđa fleiri trommarar af stađ og fengu međ sér halarófu upp og niđur breiđa leikhússtigana og um alla ganga og svalir, strollan var ótrúlega löng og hress og ţarna einhvers stađar vorum viđ Helen, sćnsk vinkona mín sem á íslenskumćlandi kćrastann Jónas (vonandi enn, ţar sem ţau hafa síđan eignast son og kannski meir). Liggur viđ ađ ég heyri trommutaktinn enn!
Flokkur: Menning og listir | Facebook