Aldrei aftur menningarbindindi
11.2.2007 | 01:12
Fyrir nokkrum árum var ég búin ađ yfirbóka mig svo mikiđ ađ ég ákvađ ađ fara í pólitískt, félagslegt og menningarlegt bindindi. Var í krefjandi vinnu og ströngu námi og fann ađ ég var ekki til skiptanna lengur. Núna er ég í krefjandi vinnu en á lokaspretti í náminu og sprungin á pólitíska bindindinu, ţađ er svo margt ađ gerast. Félagsbindindiđ gengur betur, hef losađ mig úr flestum félagsmálum og sátt viđ ţađ.
Ţá er ţađ menningarbindindiđ. Mér tókst hreinlega aldrei alveg ađ standa viđ ţađ. Missti mig af og til. Sem betur fer. Annars hefđi ég aldrei séđ Rómeó og Júlíu hjá Vesturporti, fallegu Gauguin sýninguna í Glypotekinu í Köben, hlustađ á Matthíasarpassíuna í Hallgrímskirkju eđa málađ seinustu málverkin mín. Hins vegar hef ég takmarkađ menningariđkunina óhóflega en núna er ég hreinlega komin ađ ţeim punkti ađ ţađ er ekki hćgt öllu lengur. Ţannig ađ ég er farin ađ tína saman smálegt af ţví sem ég hef veriđ ađ gera í myndlist og á myndir af (sem er mjög tilviljanakennt - hef látiđ mest frá mér). Byrjuđ ađ reita inn eitthvađ smávegis af ţví á myndasíđurnar. Ţeir sem hafa áhuga geta kíkt á ţađ.
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 01:26 | Facebook