VG á hundrað vegu

Við vinstri græn erum fjölbreyttur hópur og þótt flestar hugsjónir okkar fari saman, þá greinir okkur á um áherslur, aðalatriði og aðferðir. Brotthvarf þriggja þingmanna VG úr þingflokkinum og ályktanir svæðisfélaga í kjölfarið hafa leitt fjölmiðla út á þá braut að bregða upp einsleitri mynd af stöðunni innan flokksins. Annars vegar er þessi órólega deild og hins vegar órofa samsamstæður hópur sem eftir stendur. Þannig er það ekki. Mörg einlæg vinstri græn, meðal annars formenn margra svæðisfélaga, hafa hrökklast úr flokknum og jafnvel með rógmælgi á bakinu. Og því fer fjarri að þær ályktanir svæðisfélaga sem rata í fjölmiðla og sneiða að þeim Atla og Ásmundi, hafi verið samþykktar einróma. Hvað kjósendur VG varðar þá eru þeir ekki síður fjölbreyttur hópur en virkustu flokksfélagar. Set þetta fram til umhugsunar. Það eru ekki allir viðhlæjendur vinir.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband