Háskóli Íslands - pistill án ástćđu
7.7.2010 | 23:48
Ţađ góđa viđ blogg er ađ viđ ţurfum ekki afsökun fyrir ţví ađ blogga um hvađeina sem hugur stendur til hverju sinni.
Ţannig ađ hér er örlítiđ blogg um Háskóla Íslands. Ţessi stóri, svolítiđ klunnalegi skóli, sem kemst samt allt sem ţarf ađ fara, hefur veriđ athvarf langflestra ţeirra sem fariđ hafa í háskólanám á Íslandi. Ég er ein ţeirra. Eftir stúdentspróf vildi ég óđ og uppvćg komast í myndlistarnám og fór í háskólann í leiđinni, bara ,,til ađ nota prófiđ". Hafđi engar skyldur og ţví lítiđ mál ađ vera í tvöföldu námi. Sumir reka heimili, standa í brauđstriti og kaupa íbúđir og bíla međan ţeir eru í háskólanámi, ég lagđi upp međ ţađ ađ ţurfa engu ađ sinna nema náminu og djamminu.Og jafnvel ţarf ţarf ađ forgangsrađa.
Ţađ var mikil lukka ađ slysast svona hálfpartinn í háskólann. Ţar gat ég sinnt námi sem ég elskađi - eins mikiđ og ég vildi, bókmenntum og sagnfrćđi, og hef unniđ á ţeim grunni ávallt síđan, međ gott veganesti, ţar til ég söđlađi um fyrir um áratug og sneri mér ađ tölvunarfrćđinni og auđvitađ í Háskóla Íslands. Fékk nýtt veganesti ţar og enn breiđari grunn til ađ vinna á.
Ţau fög sem ég valdi í HÍ voru kennd á frekar ,,akademískan" hátt sem oft er notađ sem andstćđa ţess praktíska náms sem sumir ađrir skólar leggja áherslu á. Ţetta segi ég ekki út í bláinn, vinnufélagar mínir sem hafa veriđ í háskólum sem hafa meiri tengsl viđ atvinnulífiđ en HÍ hefur (yfirleitt), hafa flogiđ inn í sérhćfđ störf sem krefjast ákveđinnar ţekkingar. Hin, sem koma úr HÍ, koma međ annars konar styrk og ţekkingu sem er bćđi víđari, óáţreifanlegri og tímalausari. Ég held ađ flestum sé ljós ţessi munur og hann er ekki neikvćđur heldur jákvćđur. Blanda af ţessu er fín fyrir fyrirtćkin og stofnanirnar.
Kennararnir viđ Háskóla Íslands hafa langflestir, ţeir sem ég hef kynnst, veriđ framúrskarandi, og nokkrir eins konar mentorar sem skilja mikiđ eftir sig. Leiđbeinendur mínir í framhaldsnámi, Ebba Ţóra Hvannberg í tölvunarfrćđi og Jón Guđnason í sagnfrćđi eru svo sannarlega í ţeirra hópi.
Smá kynni af öđrum háskólum og ţó ađallega háskólakennurum, sem fela m.a. í sér einn kúrs viđ enskan háskóla og nokkur erindi eđa seminör sem ég hef flutt eđa tekiđ ţátt í, hafa veriđ skemmtileg viđbót viđ nám og kynni af Háskóla Íslands, fullvissađ mig um ađ margt er ţangađ ađ sćkja en háskólinn okkar stendur vel fyrir sínu í samanburđinum.
Og ef ţiđ eruđ ađ bíđa eftir pólitíska punktinum í ţessum pistli, ţá er ţađ eiginlega ekki hann sem skiptir máli. Auđvitađ hvet ég til ađ skólinn fái ađ vaxa og dafna, hvađ annađ? En ţađ er ekki ţess vegna sem ég skrifa ţetta. Ţađ ţarf ekki alltaf ástćđu til.
Flokkur: Menntun og skóli | Facebook