Færsluflokkur: Umhverfismál

Virðing

Það er ekki hægt annað en fyllast óttablandinni virðingu þegar stærstur hluti þjóðarinnar stendur frammi fyrir því að náttúruöflin margslungnu minna á sig. Á vissan hátt eru það forréttindi að búa í landi þar sem magnaðir kraftar ríkja, þótt vissulega sé það líka skelfilegt á stundum.

Þá er ekki síður hægt annað en finna fyrir virðingu fyrir því ótrúlega æðrulausa fólki sem hefur búið í hrikalegu návígi við þessi ógnaröfl og hefur nú þokast út í óvissu sem enginn getur létt af því eins og sakir standa. 

Í sumar þegar ég var á heimleið eftir góðan tíma með syni mínum og við vatnslitaiðkun, lífið áhyggjulaust, flugum við yfir Vestmannaeyjar í þann mund sem goslokahátíðin stóð yfir og síðan yfir margsundurbrotið Reykjanesið. Nokkrum dögum síðar fór að skjálfa og síðan að gjósa og nú skelfur aftur og gæti gosið. 

IMG_4176

 

IMG_2764IMG_2767


Jæja, þá vaknaði hann blessaður, mikið var ég oft búin að finna brennisteinslyktina

Eyjafjallajökull er víst öðru vísi núna: cimg5274.jpg

Eyjafjallajökull

Mér hefur alltaf fundist Eyjafjallajökull ægifagur og jöklar með fallegustu fjöllum, enda fimm jökla sýn úr bústaðnum mínum (Eiríksjökull flottastur) og Snæfellsjökull þeim ágætum gæddur að blasa ótrúlega oft við mér: Þegar ég er á heimleið niður Garðaholtið, á leið upp í bústað, best nýtur hann sín ef bíllinn lafir á veginum undir Hafnarfjalli, út um þakgluggann á Tjörn, úr garðinum mínum, meira að segja á leiðinni í Háskólann grútsyfjuð á morgnana að renna niður Öskjuhlíðina, eða á hraðferð í Sandgerði að vinna þar. Alltaf blasir Snæfellsjökull við. Falleg sjón.

En samt er það Eyjafjallajökull sem mér þykir einna vænst um. Það á sér skýringar. Þau sex sumur á sjö ára tímabili, þegar ég var í sveit í Fljótshlíðinni, var hann alltaf jafn glæsilegur en það leyndi sér heldur aldrei að hann var ekki bara ís heldur líka eldstöð, því megna brennisteinslykt lagði oft yfir Hlíðina. 

Þegar ég fór síðla sumars á flokksráðsfund VG á Hvolsvelli gat ég ekki staðist það að finna mér gistingu í Fljótshlíðinni, sem ég og gerði. Allt Suðurlandið blasti Eyjafjallajökull við, báðar leiðir, en það var ekki fyrr en á bakaleiðinni að ég hafði rænu á og gaf mér tíma til að taka myndir af honum. Þá var ég reyndar komin alla leið að Landvegamótum. Eina af myndunum af jöklinum valdi ég síðan sem skjámynd á tölvunni minni í nýju vinnunni, LS Retail, þegar ég fór að vinna þar rétt fyrir jólin. Endurbirt hér að neðan. Þá var hann ekki farinn að láta á sér kræla eins og seinustu vikuna, en ég hef samt oft horft á skjáina tvo fyrir framan mig þegar ég er að skipta á milli forrita og skjala og hugsa með mér - af hverju datt mér í hug að setja einmitt þessa mynd á skjáinn minn? Svosem ekkert flókið svar, af því hún er svo falleg, af því jökullinn er svo fallegur. Ætli Gunnar hafi kannski horft eilítið austarlega þegar hann var eitthvað að nefna það að Hlíðin væri fögur?Jú, Hlíðin er nógu fögur ein og sér, en þessi jöklasýn!!!

cimg5274.jpg


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband