Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

Í sólarfríi á Kanarí

Himneskt hér á Kanarí, sól og skemmtilegheit upp á hvern dag. Óli okkar og Simbi heima í snjónum og passa heimilid sem er gód tilfinning, vonandi njóta allir vedursins, hver á sínum stad. Okkar stadur á veturna (2-3 vikur) er hér. Sólarkvedjur, fréttir seinna.

Ef Stairway to Heaven hefði verið Doors-lag

Enn er ég innblásin af bloggi Kristjáns Kristjánssonar, Kidda rokk, en núna er hann kominn með YouTube af einhverjum metal-hryllingi með Pat Boone. Meðal annars Stairway to Heaven í útgáfu sem minnir á eina af útgáfunum á Stairways to Heaven, þar sem Ástralir eru með alls konar útgáfur af þessu ágæta lagi, sumar eru glæpsamlegar og aðrar bara flottar. Ég ætla að setja inn eina flotta, hugsið ykkur að þetta lag hefði í raun verið Doors lag og hlustið á the Australian Doors Show:

 

Og ég held ég leyfi bítlaútgáfunni að fljóta með líka. Hún er meira fyndin en flott, en samt smá flott líka.

 


Ég veit að Pressa er ekki rómantísk gamanmynd en ...

... ósköp var ég fegin að Lára og Halldór náðu saman að lokum. apressaElska rómantískar gamanmyndir, og Pressa er smá fyndin, rómantíkin skaust inn í lokin og spennan var allan tímann nógu mikil til að halda manni við efnið. Sem sagt, stórfínt sjónvarpsefni, vona að framleiddir verði fleiri þættir, mér er farið að þykja vænt um sumar persónurnar, sem er alltaf góðs viti (og aðrar náttúrulega óþolandi, en samt mannlegar, bara besta mál).

Hugsjónafólk

Rosalega er gaman að tala við hugsjónafólk. Átti þess kost að spjalla við mikla hugsjóna- og baráttumanneskju núna um helgina og það er hreinlega sálarbætandi að gera það. Í framhaldi hef ég verið að velta því fyrir mér hvernig hugsjónafólk breytir lífinu, bæði sínu eigin og annarra, þegar vel tekst til. Það er í rauninni ekki hægt að hugsa sér tilveruna án þess að einhverjir berjist fyrir hugsjónum sínum en maður gleymir því stundum að þar sem hugsjónafólk ryður brautina, þannig að hún verður greið fyrir alla sem fylgja í kjölfarið, rekur það sig oft á ótrúlegar hindranir. Þessi færsla er til að taka ofan fyrir því góða hugsjónafólki sem hefur rutt brautina fyrir svo marga aðra.

Ég vissi ekki að Dagur væri svona mikill húmoristi

Núna biðlar Dagur Eggertsson stíft til Gísla Marteins vegna ummæla hans um uppbyggingu byggðar á flugvallarsvæðinu. Ummæla sem vel endurspegla veikan grunn núverandi meirihluta. Það sem gæti vakað fyrir Degi er:

1. Að vilja sprengja núverandi meirihluta og mynda annan um flugvallarmálið með ,,til í allt án Villa" klúbbnum. Ekki líklegt, þar sem flestum ætti að vera ljóst að borgarbúar eru búnir að fá sig fullsadda á klækjaliðinu og eini meirihluti sem gæti átt von til að sátt ríkti um núna væri Tjarnarkvartettinn, sem er bara tríó núna.

2. Að reyna að hafa áhrif á núverandi meirihluta. Ekki líklegt, þar sem hann var að sögn, myndaður um breytingu á flugvallaráherslunum og sumir innan hans hafa ofurtrú á því að láta ,,verkin tala" í þeim efnum með því að gera ekki neitt.

3. Að stríða nýja meirihlutanum. Dagur virkar mjög hrekklaus, en er greinilega laumustríðinn, svona í anda ,,salt í sárin" skopstefnunnar. Hallast að þessari skýringu.

 


Breytt og bætt samfélagsumræða

Ekki veit ég hvort ég á að þakka blogginu, rokkinu eða einfaldlega að eitthvað liggi í loftinu, en mér finnst umræðan í samfélaginu snúast æ meira um gildi sem hafa ekki verið ýkja hátt skrifuð á stundum. Um þörf á réttlátum byggðakvóta með tengingu við fiskvinnslu, um húsafriðun og varðveislu fallegrar götumyndar sem er ekki steingeld og steríl, um réttlæti, um umhverfismál, um laun umönnunarstétta og kennara, um aðgerðir gegn spillingu ... Orð eru til alls fyrst, ekki er langt síðan gildi samfélagsins voru mæld í auðmannaveislum og verðbréfum. Ekki skal ég nú ganga eins langt og Davíð Þór Jónsson sem fagnað kreppunni á svipuðum forsendum og ég er að þylja hér upp, því ég er skíthrædd við það á hverjum kreppan kann að bitna hart, þótt þeir sem hafa efni á að tapa milljörðum væli kannski hærra, en samt fagna ég breyttum áherslum. Einhvern tíma fyrir um það bil ári þegar ég byrjaði að blogga hér á Moggablogginu var ég að reyna að orða þessa tilfinningu mína, sem þá var miklu óljósari, enda einkennin þá miklu ,,vægari". Núna er ég sannfærð um að umræðan hefur breyst. Vonandi breytist samfélagið líka.

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband