Bloggfærslur mánaðarins, september 2010

Gamla 11 kg ferðatölvan mín ...

Fyrir nokkrum árum neyddist ég til að henda gömlu 11 kg ferðatölvunni minni sem hafði svosem verið fyrir og til einskis gagns í fjöldamörg ár, en mér þótti hálft í hvoru vænt um hana. Gömlu batteríshlunkarnir sem höfðu dagað uppi innanborðs voru farnir að leka baneitruðum (vænti ég) sýrum og út skyldi kvikindið. Hafði hálfgerðan móral, mér þótti vænt um hana þó hún væri þung, kraftlaus og löngu úrelt, meira að segja þegar ég fékk hana.

amstrad-ppc

Það var sumarið 1989. Ég hafði skoðað fyrr um vorið unaðslegar Toshiba fartölvur, sem líktust talsvert mikið núverandi fartölvum. Þær voru í hæsta lagi 3 kg á þyngd og kostuðu um 300 þúsund kall í Singapore, þar sem ég þurfti að fara bæinn á enda til að finna tölvuverslun. Ekki beint sú verðlagning sem ég réð við. Um sumarið fann ég sárabótina, Amstrad PPC512, í vesturenda Oxford Street í London. Hún kostaði um 33 þúsund kall og það var meira að segja talsvert meira en ég taldi mig hafa efni á, en huggaði mig við að ég fengi virðisaukann endurgreiddan við brottför frá Bretlandi. Ávísunin sem mér var heitið á flugvellinum er enn ókomin en vélina átti ég í hálfan annan áratug.

 

ppc640aa

Nostalgía, tölvunördaháttur og sagnfræði fengu mig til að fletta þessu bákni upp, og ég fann þá út að tölvan hefði ,,bara" vegið 11 komma eitthvað pund, eða sex kíló. En NB það var áður en maður hlóð hana með 10 risabatteríum og án hlunksins sem var straumbreytir og fylgdi með, en batteríin entust í klukkustund og þurftu að vera í þótt tölvan væri í sambandi. Þannig að ætli þetta hafi ekki slagað upp í 11 kílóin þegar til kom.

Og ef einhver heldur að ég hafi verið að gera meiri háttar mistök með því að henda henni, þá er það hvorki fjárhagslegur né tilfinningalegur skaði, ein slík fór á 12 pund (GBP) á eBay í sumar og tilfinningarnar við að drösla henni á milli staða voru blendnar, enda var þetta ekki einu sinni kallað ,,portable" fyrirbæri heldur ,,luggable". En gaman var að rifja upp kynnin og skoða myndir og staðreyndir.

 

Ég hef bæði séð talað af virðingu um þessa tölvu og svolítið niðrandi. Í lokin smá staðreyndir af netinu - tek fram að ég átti eldri og kraftlausari gerðina (512):

Amstrad PPC512,
PPC 640

type computer
country England

year 1988
os Dos 3.3, Gem
cpu Nec V30
speed  8 MHz
ram 512 KB /
640 KB
rom 16 KB
graphic 640x200
colors mono green
sound beeper
disk 3,5" floppy (720 KB)
ports
Centronigs, RS323,
CGA, two expansion ports,
modem
comment Amstrad PPC 512
and PPC 640 are quite
heavy (6kg) portable
computers with poor LCD
screen and buit-in modem.
It's also works with 10
batteries, but only one
hour :)
.

AMSTRAD PPC512: I don't know if it is callable "notebook", it was far from a notebook... It has a cool design, but not very usable because it has not a harddisk and he need 10 size A battery (obviously not rechargeable) :)

(Og PS ... ég veit það er fleira að gerast í landinu).


Allt sem getur gerst meðan þú ert upptekin

Merkilegt hvað allt hefur sinn gang hvrt sem maður er að fylgjast með eða ekki. Eins og fleiri Íslendingar er ég mikill fréttafíkill og skil eiginlega ekki hvernig (stór)viðburðir geta átt sér stað án þess að ég fylgist með þeim, en auðvitað er það einmitt það sem gerðist í síðustu viku. Meðan ég var upptekin í mínum litla heimi, þar sem nóg var að gerast, var æði viðburðarík fréttavika að líða. Hálf skrýtið.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband