Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2011

Æ, æ stjórnlagaþing ...

Mér hefur verið frekar hlýtt til þessa stjórnlagaþings sem ég hélt að væri í uppsiglingu, og trúi enn að verði haldið. Hins vegar er úrskurður hæstaréttar nauðsynlegt aðhald, það dugar auðvitað ekki að halda ólöglegar kosningar undir nokkrum kringumstæðum. En ég vona sannarlega að þessi úrskurður verði engum átylla til að blása þingið af, bara vandið ykkur næst.

Ný könnun um orð ársins 2011

Nýtt ár er gengið í garð og því rétt að skipta út könnunum hér á síðunni. Í fyrra fannst lesendur þessa bloggs eldgosin helst teljast til tíðinda, 52% og 35% fannst ,,Skýrslan" merkilegust. Aðrir valkostir voru varla á blaði, meira að segja veðrið á þessu merkilega veðurári fékk ekki nema tæp 6%. Mig langar að vita hvað fólk telur að verði orð ársins sem nú er hafið. Gaf nokkra valkosti og vona að þeir dugi.

Ég ætla svo sannarlega að vona að þetta verði gleðilegt ár ...

Óska mínum góðu bloggvinum gleðilegs árs og vona að þetta verði þeim öllum gott og gleðilegt ár. Því er ekki að neita að ég horfi fram á árið með blendnum tilfinningum. Þó hef ég hamast eins og ég get að reyna að hafa smá áhrif (helst vildi ég að áhrif sem allra flestra stýrðu ferð) á það hvert við stefnum á þeim vettvangi sem ég þekki skást, í ræðu og riti á pólitískum vettvangi og í samskiptamiðlum. Hef ekki gefið mér tíma í of mikið blogg, í hvert sinn verður að forgangsraða. Jafn ósátt nú sem fyrr með vegferð stjórnvalda í ESB-málum og skil ekki alveg þá fórn, ekki nú frekar en þegar til hennar var efnt. Vonir mínar um gott stjórnlagaþing eru líka blendnar, en ég vona einlæglega að það skili góðum tillögum.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband