Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

Myndbrot af karnivali

Set inn smá myndbrot frá Karnivali á Kanarí. Auk þess hef ég sett inn nokkuð af myndum á myndasíðurnar mínar frá Kanarí.


Jose Ramos Horta á batavegi - tilræðið tókst sem betur fer ekki

Var að lesa það að Jose Ramos Horta forseti Austur-Tímor væri kominn til meðvitundar, hefði talað við fjölskyldu sína og væri á raunverulegum batavegi. Oft tek ég fréttum um batahorfur eftir slys og tilræði með varúð, en þetta hljómar óneitanlega eins og það versta sé yfirstaðið. Gott að ekki takast öll tilræði, nóg samt með Benazir Bhutto og fleiri fórnarlömb í valdabaráttu nútímans.

Glitnir og Þorsteinn Már sýna lit ...

Ekki hélt ég að ég ætti eftir að hrósa einhverjum sem tengdist Samherja (smá ágreiningur um kvótamál), en ég verð að viðurkenna að ég kann að meta það að Þorsteinn Már skuli standa fyrir því að lækka ríkuleg laun bankaráðsmanna í Glitni. Þetta er reyndar bankinn minn, en ég myndi svo sannarlega hrósa hvaða banka sem er fyrir framtakið. Þannig að ég segi bara vel gert og rétt að meta það sem gert er í rétta átt.

Smá skammtur af kanarískum söng líka

Þá er ég tilbúin með fyrsta myndbandið mitt og bið ykkur vel að njóta. Það er kanaríska fjölskyldan sem syngur á fimmtudögum á barnum rétt norðan við Jade Garden sem syngur. En svo minni ég á myndirnar sem eru í næstu færslu á undan og stefni að því að skella fleiri myndum inn fljótlega.

 


Fullt af myndum frá Kanarí

Þá er ég búin að hlaða inn fullt af myndum, var reyndar með minnislykil á mér seinustu dagana, en það er miklu betra að eyða tímanum á Kanarí til að vera þar og njóta en að hanga í tölvunni. Best að láta nokkrar þeirra njóta sín nú þegar:

Spönsk fjölskylda spilar og syngur á fimmtudagskvöldum á öðrum bar norðan við Jade Garden Þessi stóra spánska fjölskylda syngur á hverjum fimmtudegi á næsta eða næstnæsta bar norðan við Jade Garden sem er mörgum kunnur, einkum vegna víðfrægrar appelsínuandar. Söngfjölskyldan er reyndar stærri og í tilefni karnivalsins er hún hér uppáklædd. Ég tók líka smá videó, en sé til hvort ég hleð því inn líka.

 

 

 

 

  Það er ekki hægt að líða betur

Á ströndinni í fyrradag, það er einfaldlega ekki hægt að líða betur ...

 

 

 

 

 

 

 

 Þessar litlu sætu býflugur voru vígalegar

 ,,Litlu sætu" býflugurnar á karnivalinu. Smellið á myndina til að sjá hvað tattúið er vígalegt.

 

 

 

 

 

 

 

 

Fiðrildin öllu nettari Og ögn nettari fiðrildi.

 

 

 

 

 

 

 

 

Ari í skútuhöfninni Puerto de MoganAri í skútuhöfninni í Puerto de Mogan.

 

 

 

 

 

 

 

 

Ranný frænka búin að taka málin í sínar hendur Ranný frænka er heimamanneskja og því oft fljót að taka málin í sínar hendur ef hægt gengur. Hér er hún með Gunna og Balda á veitingastað niðri á Tinache.

 

 

 

 

 

 

 

Alltaf úti að borða Út að borða með vinunum, Ási, Gunni, Baldi, Binna (faldi sig), Inga, Anna og Ari.

 

 

 

 

 

 

 

  Alltaf í mini-golfi, hér eru Inga og Ási

 Og svo er það mini-golfið, Inga og Ási að leik.

 


Að koma heim ...

Þegar ég lenti á Gran Canaria fyrir hálfum mánuði var ég með eldgamalt lag með Óðni Valdimarssyni á heilanum. Það heitir því ágæta nafni: Ég er kominn heim (held það sé nafnið alla vega) og þeir sem þekkja það muna eflaust eftir línunni: ,,... allt er bjart fyrir okkur tveim, því ég er kominn heim." Þetta er tilfinningin sem greip mig þegar ég kom ,,heim" til Kanarí það sinnið. Lausleg talning segir mér að við höfum verið þar samanlagt meira en hálft ár það sem af er öldinni. Ferðin er búin að vera afskaplega góð, talsvert viðburðarík, því þarna erum við í miklu nánari tengslum við vini en ættingja en tími gefst til heima. Og eins og annars staðar í lífinu þá skipast á skin og skúrir á Kanarí, í allri sólinni og blíðunni. Og samkenndin er góð eins og í öllum Íslendinganýlendum, því Kanarí er nefnilega bæði framandi land og samfélag, þar sem sumir stoppa stutt, aðrir lengur og sumir eru fluttir fyrir fullt og allt í sólina. Þetta segi ég því venju fremur urðum við vör við mrgbreytileika lífsins í þessu allt of stutta stoppi núna.

Og nú er ég komin heim til Íslands, með hálfum huga, hlakka þó til að halda áfram með verkefni vinnunnar minnar. Þau skil ég reyndar aldrei alveg við mig, þau eru þess eðlis. Okkur beið flugháll Keflavíkurvegur, mikil umferð og ég vona að allir hafi komist heilir heim. Álftanesið er alltaf fallegt, meira að segja í myrkri Wink og á morgun tekur við hversdagurinn í öllu sínu veldi. 


Karnival á Kanarí

Hér er Karnival í hámarki. Merkilegt og yndislegt í senn. Heimafólk í flottum búningum, hátídin er heimamanna fyrst og fremst. Upplifun fyrir sólbrúna flakkara ad sjá skemmtilegheitin og lífsgledina.

Og enn frá Kanarí ... sólin skín enn!

Hér er sól og sumar eins og alltaf á eyju hins eilífa vors. Ég hélt ég hef verið að ýkja að Simon nokkur væri farinn að skemmta á Paddy Murphy, hann var nefnilega mættur á Friar Tuck degi seinna, en svo kom í ljós að hann var einmitt að  færa sig um set daginn eftir og ljúka vinnuskyldunni á Friar Tuck. Svo ég stend við fréttina, eins og sagt er. Ennfremur er hér til tíðinda, auk góða veðursins, að sá góði staður Boomerang í Kasbah er ekki lengur við lýði. Og loks er nauðsynlegt að segja frá ljósi í myrkri lélegheita á mini-golfvellinum. Mér tókst nefnilega að fara holu 17 í höggi og fagnaðarlátunum (einkum mínum) ætlaði seint að linna. Ótrúlegt! Svona líða dagarnir allt of fljótt og við blómstrum í notalegu umhverfi og góðum félagsskap vina og ættingja. Reyni að setja inn myndir áður en við förum heim.

Jose Ramos Horta

Tilræðið við Jose Ramos Horta á Austur-Tímor snertir okkur Íslendinga aðeins meira en marga aðra í fjarlægum heimshlutum, eins og ýmsum er kunnugt. Við komum nefnilega að tilnefningu hans til Nóbelsverðlauna árið 1996 og hann getur hiklaust talist til Íslandsvina, sá Gullfoss með klakabrynju mikla að vetri, líklega 1997, og var hrifinn af landi og fólki. Merkilegur maður og vonandi tekst doktorunum að bjarga lífi hans.

Meira frá Kanarí - fréttapistill

Komið að fréttapistli héðan frá Kanarí. Hagnýtar upplýsingar fyrir áhugasama. Hér hefur verið mikil blíða síðan við komum en nú eru skúrir en hlýtt. Allt í lagi að hvíla húðina aðeins. Hér á Playa del Inglés er karnivalið að byrja, mikið af skrautbúnu fólki og skemmtiatriðum út um allt. Stemmning en troðningur. Rannveig frænka mín, sem býr hér árið um kring var með okkur í minigolfinu í gær og sigraði okkur Ingu, ég lenti í botnsætinu eftir sigur seinustu daga og verð greinilega að taka mig á. Borðuðum góðan heimilismat (með íslenskrar fréttir af rokinu í sjónvarpinu, bara fyndið fyrst allt fór vel) á litlum stað í kjallaranum á hótelinu hennar, hún er búin að festa sér íbúð hér og blómstrar.

Fréttir ú mannlífinu:

Paddy Murphy barinn í hjarta Playa del Inglés er kominn með nýjan gítarista sem syngur alveg ljómandi vel líka (Simon), en er enn með skrambans karókííð líka. Sumir skilja ekki að sumir eiga ekki að syngja. Reyndar er bareigandinn, sem er eins og Barbapabbi í laginu (sjá mynd), Bareigandi kaupir bar til að syngja karókí nokkuð glúrinn í karókíinu en sama verður ekki um marga aðra sagt.

Endurbyggingu Sunwing er lokið og heitir nú Sunprime. Hefur tekist vel til.

Karnivalìð verður í fullum gangi allan tímann sem við verðum hér og mikið um skrautsýningar.

Góðu dúkabúðinni í Gran Capparal hefur verið lokað og eigandinn er fluttur til Barcelona. Verst að við rákumst ekki á hann í nóvember, fínir dúkar, en hér er mikið um slíkt (reyndar allt Made in China, en jafn góðìr).

 

Elsa McTaggard, stórsnillingur (sjá mynd) á Fria Tuck, Elsa syngur  eins og engillskrapp hingað til Kanarí í vikufrí um daginn. Hún var umsvifalaust klófest og var að syngja og spila allan tímann sem hún var í fríi. Elsa á íslenska mágkonu og hefur áhuga á að koma í sumar til Íslands og ég vona að hún komi.

Hér er staddur á Kanarí góður vinur minn, Sigurður Hreiðar (bloggari með meiru) ásamt sinni góðu konu Álfheiði og vonandi hittum við á að heilsa upp á mannskapinn meðan við erum hér.

Við sátum í rólegheitum á Gemini, utan við ys og at karnivalsins í gær eftir snæðinginn og virtum fyrir okkur mannlífið. Stórbrotin kona vakti athygli mína, á eftir að hlaða mynd af henni inn. Tignarlegt hvítt hár vìð hvíta blúnduheklaða blússu. ,,Ertu viss um að hún SÉ kona," sagì sessunautur minn, Binna. Hmmm, skóstærð 46 og metersbreitt bakìð bendir til að ég hafi haft rangt fyrir mér. En flott var hún og ekki gott að segja hvers vegna hún var ekki frekar á karnivalinu. Við erum enn að velta ffyrir okkur hvort konan við hliðina hafi verið fyrrverandi eða núverandi eiginkona eða bara vinkona. Ekki eins og okkur komi málið nokkurn skapaðan hlut við. En gaman að fylgjast með mannlífinu hér um slóðir.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband