Ég vissi ekki að Dagur væri svona mikill húmoristi

Núna biðlar Dagur Eggertsson stíft til Gísla Marteins vegna ummæla hans um uppbyggingu byggðar á flugvallarsvæðinu. Ummæla sem vel endurspegla veikan grunn núverandi meirihluta. Það sem gæti vakað fyrir Degi er:

1. Að vilja sprengja núverandi meirihluta og mynda annan um flugvallarmálið með ,,til í allt án Villa" klúbbnum. Ekki líklegt, þar sem flestum ætti að vera ljóst að borgarbúar eru búnir að fá sig fullsadda á klækjaliðinu og eini meirihluti sem gæti átt von til að sátt ríkti um núna væri Tjarnarkvartettinn, sem er bara tríó núna.

2. Að reyna að hafa áhrif á núverandi meirihluta. Ekki líklegt, þar sem hann var að sögn, myndaður um breytingu á flugvallaráherslunum og sumir innan hans hafa ofurtrú á því að láta ,,verkin tala" í þeim efnum með því að gera ekki neitt.

3. Að stríða nýja meirihlutanum. Dagur virkar mjög hrekklaus, en er greinilega laumustríðinn, svona í anda ,,salt í sárin" skopstefnunnar. Hallast að þessari skýringu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallur Magnússon

Þjóðstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks í Reykjavík takk!

Hallur Magnússon, 1.2.2008 kl. 21:30

2 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Mig grunaði að þessi hugmynd koma fram, vissi kannski ekki hvenær og hvar, ekki svo að skilja að ég sé sammála, en samt, ekki undrandi.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 1.2.2008 kl. 21:53

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sko Dagur er greinilega enginn bjáni en eitt skil ég ekki, hvernig mökkhlýðnir borgarfulltrúar sjallanna , eins og Gísli Marteinn þorir að tæpa á þessu, nema hann sé að reyna að kveikja í 5467

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.2.2008 kl. 00:13

4 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Ef Degi tekst að sprengja þennan meirihluta, hvað mun þá allt Samfylkingarfólkiðsegja sem kvartaði yfir óstöðugleika og hringli í stjórn borgarinnar þegar þessi meirihluti komst til valda? Mig grunar að sennilega muni þeir flestir ekki segja neitt við því

Hjörtur J. Guðmundsson, 2.2.2008 kl. 01:05

5 identicon

Ég held að það sé nú ekki neitt voða mikið plott í þessu. Svandís er búin að lýsa yfir að hún muni greiða atkvæði skv. sannfæringu sinni. Ég held að Dagur sé að ræða þessi mál á þeim forsendum. Hann og Gísli Marteinn eru samstíga í Flugvallarmálinu.

Skv. öllum "reglum" Á ég að vilja hafa flugvöllinn í Vatnsmýri af því að ég bý á landsbyggðinni. Kannski er ég borgarrotta innst inni en mér finnst fáránleg frekja í landsbyggðarfólki að heimta að flugvöllurinn verði áfram inni í miðri borg, bara af því að þá tekur styttri tíma að komast á fundi eða whatever það er sem það ber fyrir sig. Fólk sem býr í Breiðholti, Grafarvogi eða öðrum úthverfum er oft hálftíma þrjúkorter að komast í vinnuna sína, ekki kvartar það. En það liggur við að maður sé púaður niður fyrir að leyfa sér að hafa þessa skoðun sem landsbyggðarbúi.

Mér finnst þetta alltof dýrmætt og fallegt svæði til að sóa því í flugbrautir. Ég er viss um að það er hægt að finna flugvellinum pláss annars staðar, utan borgarmarkanna, jafnvel fara með hann til Keflavíkur og hafa hraðlest á milli. Furðulegt að landsbyggðarfólk skuli ekki sjá kostina í því að geta ferðast beint til útlanda án viðkomu í Reykjavík.

Fyrirgefðu langlokuna nafna.

Anna Ólafsdóttir (anno) 2.2.2008 kl. 01:10

6 Smámynd: Jóhann Hannó Jóhannsson

Ótrúlegt að sjá og heyra fólk tala um að "tjarnarkvartettinn" myndi meirihluta, eins og kemur fram á síðunni er þetta bara "tríó". Margrét er landlaus og reyndar algerlega áhrifalaus en upp á náð og miskunn situr í einhverjum nefndum í skjóli Samfylkingar.

Jóhann Hannó Jóhannsson, 2.2.2008 kl. 02:29

7 Smámynd: Theódór Norðkvist

Hvað hefurðu fyrir þér í því að Dagur sé að biðla til Gísla M.? Hefur þetta eitthvað verið í fréttum? Heimildir!

Ég vona að ekki verði meira hrært í borgarstjórn, þó ég sé þeirrar skoðunar að menn eigi ekki að komast upp með svik og lygar, síst af öllu í æðstu embættum.

Ég tek undir með anno og ég er af landsbyggðinni. Stór hluti af svokölluðum viðskiptafundum eru óþarfir og þau mál sem fundað er um má leysa með tölvupóstsamskiptum, myndsendum, eða í síma.

Theódór Norðkvist, 2.2.2008 kl. 03:36

8 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Ummæli Dags í fjölmiðlum eru það sem vitnað er til. Mbl.is var ekki með þessi ummæli en ljósvakamiðlarnir hins vegar. Bendi á upprunalegu færsluna, ég held heldur ekki að það sé meiri alvara að baki þessu en sú að strá smá salti í sárins, eins og þar stendur, en samt sanna dæmin að ekkert er útilokað.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 2.2.2008 kl. 08:17

9 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Mbl.is er búið að uppgötva fréttina og hér er linkur: http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/02/02/olafur_treystir_gisla_marteini/

Varðandi afstöðuna til flugvallarins þá er áreiðanlega ekkert sem raða fólki fullkomlega í landsbyggðar- og höfuðborgarsvæðisfylkingar, Anna. Ég hef efasemdir um umferð og umferðarmannvirki vegna Vatnsmýrarbyggðar, einkum eftir tilkomu nýju Hringbrautarinnar sem ég veit að var mörgum umhugsunarefni. Hvort sem sú er ástæðan eða önnur þá virðast kannanir sýna að fylgi við flugvöllinn er ýmist í járnum eða að meiri hluti Reykjvíkinga vill hafa hann kyrran.  Hins vegar held ég að það sé aðeins tímaspursmál hvenær hraðvirkar og góðar samgöngur við Keflavíkurflugvöll verða að veruleika. Þannig að umræðan er kannski aðeins of bundin við nú-ið.  

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 2.2.2008 kl. 08:38

10 identicon

Gísli Marteinn er að minna aðra Sjalla á að hann er enn til þótt Hanna Birna sé hinn ótvíræði sigurvegari síðustu meirihlutamyndunar.  Hún er framtíðarleiðtoginn og borgarstjóri eftir að tímabili Ólafs F lýkur - en ekki Villi og alls ekki Gísli Martein.  Hann æmtir og minnir á flugvallarmálið.  Dagur er bara í svona salt-í-sárið-hrekkjum.

Jón Jónsson 2.2.2008 kl. 10:33

11 Smámynd: Steinn Hafliðason

Já ég hallast að því sem Jón heldur fram.

Steinn Hafliðason, 2.2.2008 kl. 19:19

12 Smámynd: Vilborg G. Hansen

Skemmtileg umræða.  Ég hallast að því eins og Steinn að vera sammála Jóni.  Sama segi ég um færsluna hennar Önnu hér að ofan um að þetta flugvallarmál er bara núna, bættar samgöngur munu koma til Keflavíkur og þá hljóta viðhorfin einnig að breytast................ þ.e. völlurinn fer til Keflavíkur á endanum! 

Vangaveltur hins vegar um næsta nýja meirihluta held ég að séu nokkuð valtar því ég veit eiginlega ekki hvernig ætti að fara að því að mynda meirihluta alla vega ekki án Sjálfstæðisflokks!  Ólafur F fer varla aftur í samstarf við REI flokkana!  Það er þá ekki nema menn séu að meina nýjan meirihluta með Sjálfstæðisflokknum!  Margrét er gengin til liðs við tja.......ekki gott að segja, en Svandís tilkynnti að Margrét ætlaði að vinna með minnihlutanum í borginni og bauð hana velkomna yfir til REI-flokkanna á hinum fræga ráðhúsfundi! Nei bara svona........ 

Vilborg G. Hansen, 3.2.2008 kl. 10:30

13 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Það er alla vega ekki hægt að segja að það sé viðburðasnautt í pólitíkinni, en mér heyrist nú Vilborg að það hafi áhrif á Valhöll eins og annars staðar hvernig mál hafa þróast. Margir hugsi ...

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 3.2.2008 kl. 22:19

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband