Bloggfærslur mánaðarins, desember 2010

Bloggfærslan sem bíður

Þann 25. nóvember síðastliðinn skrifaði ég bloggfærslu sem átti vel við þá, á enn betur við nú. Ósköp hófstillt en mér var samt mikil alvara, svo mikil að þessi færsla bíður enn birtingar, allt á sína stund og sinn stað.

Og í tilefni af nýjum haus á blogginu mínu, þeim þriðja frá upphafi, þá sendi ég þeim Atla, Ásmundi og Lilju baráttukveðjur. Það viðmót sem þau mæta núna valdur því að mér er svona innanbrjósts.

 


Veðurlagsins blíða?

Vona að sem fæstir þurfi að vera á ferðinni á Austurlandi þessa stundina:

17.12 

 


Jólastemmningin á leiðinni

Jólastemmningin er innan seilingar, á því leikur enginn vafi. Þótt fjárlög séu óafgreidd og villi- og heimiliskettir til umræðu í tilefni af afgreiðslu þeirra (veit ekki hvernig Simba heimilisketti er innanbrjósts í þeirri umræðu) þá eru jólin að koma eins og þau gera ár hvert. Mér finnst vont að við skulum ekki vera búin að útrýma biðröðum við hjálparstofnanir en það þýðir ekki að vanþakka það frábæra starf sem þar er unnið meðan við gerum ekki betur sem samfélag. Vonandi getur jólastemmningin á endanum borist til allra, mér finnst hún vera á leiðinni fyrr en oft áður.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband