Breytt og bætt samfélagsumræða

Ekki veit ég hvort ég á að þakka blogginu, rokkinu eða einfaldlega að eitthvað liggi í loftinu, en mér finnst umræðan í samfélaginu snúast æ meira um gildi sem hafa ekki verið ýkja hátt skrifuð á stundum. Um þörf á réttlátum byggðakvóta með tengingu við fiskvinnslu, um húsafriðun og varðveislu fallegrar götumyndar sem er ekki steingeld og steríl, um réttlæti, um umhverfismál, um laun umönnunarstétta og kennara, um aðgerðir gegn spillingu ... Orð eru til alls fyrst, ekki er langt síðan gildi samfélagsins voru mæld í auðmannaveislum og verðbréfum. Ekki skal ég nú ganga eins langt og Davíð Þór Jónsson sem fagnað kreppunni á svipuðum forsendum og ég er að þylja hér upp, því ég er skíthrædd við það á hverjum kreppan kann að bitna hart, þótt þeir sem hafa efni á að tapa milljörðum væli kannski hærra, en samt fagna ég breyttum áherslum. Einhvern tíma fyrir um það bil ári þegar ég byrjaði að blogga hér á Moggablogginu var ég að reyna að orða þessa tilfinningu mína, sem þá var miklu óljósari, enda einkennin þá miklu ,,vægari". Núna er ég sannfærð um að umræðan hefur breyst. Vonandi breytist samfélagið líka.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Get verið heils hugar sammála bloginga varðandi kvótamálin og láglaunastörfin. Það sem vekur mér von er að umræðan er hávær, réttsýn á flestum köflum og það er veður til að breyta.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 1.2.2008 kl. 14:12

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband