Bloggfćrslur mánađarins, desember 2011

Lykilorđ ársins 2011 var ,,fátćkt" - hvađ segir ţađ okkur?

Bloggiđ mitt hefur veriđ í hćgagangi ţetta áriđ, en ţó var ég međ eina könnun gangandi allt áriđ og hún var um lykilorđ ársins 2011. Ţađ liggur fyrir hvađ lesendum bloggsins ţykir og mér finnst ţađ sorglegt en skiljanlegt ađ ,,fátćkt" skuli hafa veriđ flestum í huga, eđa ţriđjungi. Niđurstöđur hér ađ neđan og svo er bara ađ hugsa upp nýja könnun og óska öllum betra árs framundan, ţótt viđ ESB-andstćđingar séum ekkert sérlega kampakát nú um áramótin yfir stjórnvöldum, en međ ţeim mun meiri samkennd međ ţorra ţjóđarinnar.

Hvert verđur lykilorđ ársins 2011?
 
Réttlćti 16,0%
Róstur 8,0%
Glundrođi 10,0%
Gaman 18,0%
Samviska 4,0%
Sérviska 4,0%
Velmegun 2,0%
Fátćkt 30,0%
Reddingar 8,0%

 


Snjórinn og skáldin

Fyrsti útvarpsţátturinn sem ég gerđi, eftir dagskrárgerđarnámskeiđ fyrir ćvalöngu, hét Snjórinn og skáldin. Mér finnst ađ skáldin eigi ađ bretta upp ermarnar og yrkja um ţennan met-desembersnjó. Björgunarsveitarmenn steinsofandi á starfsstöđvunum örţreyttir eftir ađ hjálpa mis-skynsömum samborgurum, falleg ófćrđ, skafrenninurinn skrautlegi og ýmisleg önnur yrkisefni - af nógu er ađ taka. Og í skjóli jóla og ófćrđar eru fullt af stjórnmálamönnum út um allt ađ taka fullt af ákvörđunum.

Jóla, jóla ...

Alltaf jafn gaman ađ fá jólin, ţau koma hvernig sem stendur á. Stundum er einhver nákominn á sjúkrahúsi og stundum eru allir hressir og heilir. Jólastress er fúlt, jólastemning góđ, jólalyktin fín og sum jólalögin ,,sökka" međan önnur sindra. En ţar sem jólin nálgast hef ég auđvitađ engan tíma til ađ blogga meir ...

Tvćr ólíkar svipmyndir frá Prag og Varsjá

Skrýtiđ hvađ ţađ er sem vekur ljóslifandi svipmyndir í huganum. Tvennt gerólíkt hefur veriđ ađ skjóta upp kollinum ţessa dagana. Annars vegar fornbókaverslanirnar í Prag anno 1974, hins vegar anarkistaball í Varsjá kringum áriđ 2000. Ţađ sem kom mér svo á óvart í Prag á sínum tíma var fjöldi ţeirra bóka sem ég rakst á eftir íslenska höfunda á tékknesku í fornbókaverslunum í ţessari fallegu borg. Og ţar voru margir ólíkir höfundar í hillum, en mest var af Kristmanni Guđmundssyni og Gunnari Gunnarssyni, sem báđir skrifuđu á skandinavískum málum, en ţarna voru fjölmargir ađrir, Laxness auđvitađ og fjölmargir fleiri. Ţessi minning skaut upp kollinum nú ţegar Vigdís er ađ rifja upp ađ Václav Havel las íslenska bók í fangelsinu. Hún hélt, eftir lýsingu hans, ađ ţetta hefđi veriđ Gunnar Gunnarsson, en ţađ reyndist vera Kristmann, einmitt höfundarnir sem ég sá mest af í Prag forđum.

Hin minningin er gerólík og vakin af allt öđru, ţótt sömu helgi sé. Ég hef ţegar getiđ um snilldarflutning Sigtryggs Baldurssonar á Rudolf á Baggalútstónleikunum á laugardagskvöldiđ. Í framhaldi hef ég veriđ ađ hlusta á alls konar trommutónlist, Bongo song međ dönsku strákunum Safri Duo og L'Ombilico del Mondo međ Jovanotti, ítölskum hipphoppara, friđarsinna međ meiru (var meira ađ segja međ Pavarotti á góđgerđartónleikum minnir mig). Og ţá mundi ég allt í einu eftir anarkistaballi í Varsjá fyrir um ţađ bil áratug, sem ég lenti á fyrir algera tilviljun, var eitthvađ í bland viđ umhverfisverndarsinna og ESB-andstćđinga og fleira hugsjónafólk á slabbkenndum dögum í Varsjá. Í eldgömlu leikhúsi, sem minnti á ögn ofvaxiđ Gamla bíó var ţetta frábćrlega skemmtilega ball, ţar sem heilu fjölskyldurnar voru mćttar. Allt í einu fóru einn eđa fleiri trommarar af stađ og fengu međ sér halarófu upp og niđur breiđa leikhússtigana og um alla ganga og svalir, strollan var ótrúlega löng og hress og ţarna einhvers stađar vorum viđ Helen, sćnsk vinkona mín sem á íslenskumćlandi kćrastann Jónas (vonandi enn, ţar sem ţau hafa síđan eignast son og kannski meir). Liggur viđ ađ ég heyri trommutaktinn enn!


Rudolf í alveg nýju ljósi

Baggalútstónleikarnir í kvöld enduđu á ţví ađ slá ţeim í fyrra út. Ţá er mikiđ sagt, ţví stemningin ţá var ótrúleg. En ţađ sem eftir á ađ hyggja er alveg lygilegt er innákoma Sigtryggs Baldurssonar á miđjum tónleikum. Óvćntir gestir svosem ekkert nýtt, en gamla Ţeysaralagiđ Rudolf náđi nýjum hćđum í flutningi Sigtryggs og Baggalúts og hinum nýja og óvćnta texta um hefnd hreindýrsins!

Ţá mega jólin koma fyrir mér ...

Ţegar jólalögin hljóma eđa dynja yfir, eftir ţví á hvađa útvarpsstöđ er stillt, er alveg lygilegt hversu ólík lög rúmast innan ţessarar skilgreiningar. Mér finnst Baggalútur og Sigurđur Guđmundsson bera höfuđ og herđar yfir annađ sem flutt er fyrir ţessi jól líkt og undanfarin jól. Nokkur klassísk lög eru ágćt, Ertha Kitt ţar fremst međ Santa Baby en í rauninni eru ţađ Baggalútslögin - ađallega ađventulögin - sem hafa gert ţennan flokk tónlistar bćrilegan á ný. Eđa hvort vill fólk heldur hlusta á í röđ:

1: Jólahjól (sem var víst kjöriđ ađaljólalagiđ, úff), Nei, nei, ekki um jólin, Here comes Santa Claus ... 

eđa

2: Ţá mega jólin koma fyrir mér, Ţađ koma vonandi jól og Saddur?

Engin spurning, ég er sátt viđ valkost nr. 2.

 


ESB og almannahagur, ný bitastćđ bloggsíđa

Allt frá ţví ég heyrđi Pál Hannesson fjalla um málefni launafólks í samhengi viđ ţróun ESB á fundi VG gegn ESB fyrir tveimur árum hef ég veriđ ađ vona ađ hann yrđi virkur í umrćđunni hér á landi, en hann var ţá búsettur í Danmörku og upptekinn af störfum sínum ţar. Nú er hann fluttur heim og farinn ađ skrifa og ég mćli eindregiđ međ bloggsíđunni: ESB og almannahagur.

Fyrir ţá sem ekki ţekkja til Páls er hér smá kynning af bloggsíđunni:

Páll H. Hannesson er félagsfrćđingur ađ mennt og hefur lengi starfađ sem blađamađur, m.a. á danska blađinu Notat.dk sem sérhćfir sig í skrifum um ESB. Páll, sem fyrrum alţjóđafulltrúi BSRB til átta ára, er vel heima í samskiptum verkalýđsfélaga og ESB.


Nú birtir í bílunum lágu ... eđa hvađ? NýBÍLAvegur?

Börn eru dugleg ađ misskilja söngtexta. Ţannig heyrđi ég snemma af telpunni sem hélt ađ veriđ vćri ađ tala um bíla en ekki býli í alţekktu sönglagi ţar sem heyrđist: Nú birtir í býlunum lágu, en hún heyrđi ekki ypsiloniđ og sá fyrir sér bíla.

Sama gerđist í morgunfréttunum, bćđi hjá visir.is og ruv.is sem greindu frá árekstri á Nýbílavegi (ţó ekki Níbílavegi). Greinilegt ađ hugur einhvers nútímafólks hvarflar ađ nýjum bílum en ekki nýbýlum í Kópavogi. Rétt ađ taka fram ađ mbl.is og dv.is könnuđust viđ Nýbýlaveg.

Ţeir sem vilja skođa ţetta nýyrđi betur ţurfa ef til vill ađ smella á myndirnar. Hver veit nema ţessi ritháttur verđi á endanum ofan á, ţegar allir verđa búnir ađ steingleyma ţví ađ eitt sinni hafi veriđ til nýbýli. Annađ eins hefur gerst í málum í stöđugri ţróun.

nybila1.jpg

nybilavegur2.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og fyrir ţá sem ekki ţekkja ljóđiđ sem ég vitna til í upphafi ţá fann ég ţetta viđ leit á netinu og birti til skýringar fyrstu fjórar ljóđlínurnar:

,,Brynhildur Guđjónsdóttir var fjallkona 2004 og flutti hún ljóđiđ Vorvísur, 17. júní 1911, eftir Hannes Hafstein.


Vorvísur

Sjá rođann á hnjúkunum háu!
Nú hlýnar um strönd og dal,
nú birtir í býlunum lágu,
nú bráđna fannir í jöklasal."

 


Ćpt í eyra og fleiri verslunarhremmingar og -glađningar

Yfirleitt leiđist mér ađ versla. Í dag jafnvel enn meira en oft áđur, ţađ er greinilega skollin á einhver taugaveiklun vegna jólanna. Köttinn okkar vantađi rétta tegund af kattamat og sá rétti fannst ekki fyrr en í búđ 2, ţótt markvisst vćri verslađ. Álpađist fyrst í Bónus í Kringlunni sem er svo ţröng og fjölsótt ađ eflaust vćri hćgt ađ gera ţar merkilegar félagsfrćđitilraunir um hegđun fólks í of ţröngu rými (vonda). Mađurinn sem öskrađi á óţolandi barniđ sitt í gegnum eyrun á mér og fleygđi svo vagninum mínum burt, međ bókinni úr Eymundsson, var toppurinn á tillitsleysinu. Hinn Bónusinn minn, vel geymt leyndarmál í Garđabć, var hins vegar alveg eins og venjulega međ afspyrnu ţćgilegu starfsfólki, góđu úrvali og olnbogarými og ţar hitti ég ágćtan félaga úr ESB-baráttunni og viđ tókum létt spjall án nokkurs stress, okkar eđa annarra.

Svo ţegar heim var komiđ lá fyrir tilbođ um kvöldmat sem aldrei klikkar, ţannig ađ leiđin lá í tvćr ađrar búđir á stór-Álftanessvćđinu, Krónuna og Kaupfélagiđ (heitir núna Samkaup) og ţađan komin var innkaupalistinn alveg tćmdur og ég ćtla ađ halda mér viđ mínar fyrri verslunarvenjur, ađ versla lítiđ eitt í einu á leiđinni heim og ekki á neinum ćsingstímum.

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband