11 dagar í snjó

Fyrir mörgum árum var framhaldssaga í Vikunni eftir Margit Sandemo (fyrir tíma Ísfólksins) og þessi saga hét: 11 dagar í snjó. Mér sýnist að veðurspáin stefni í það sama, að vísu með smá rigningarinnskotum kl. sex síðdegis í dag og á morgun, skrýtið innskot.

Fyrir allmörgum árum þurfti ég að fara á fund í Stykkishólmi ásamt ágætu fólki og skemmst er frá þvi að segja að þegar við nálguðumst hótel Stykkishólm síðla dags eftir fundahöld þá var orðið ansi þungt og við þurftum að brjótast gegnum skafla seinustu tugi metra, en sumir í hópnum voru talsvert eldri og veikari fyrir en ég. Mér fannst þó nóg um. Minnti helst á páskana 1966 eða 1967 þegar ég lenti í bindbyl á leiðinni upp í KR-skálann í Skálafelli þar sem ég eyddi páskunum. Þungfært og blint og litið hægt að fara út nema einn dag þá páskana. Reykingamennirnir áttu bágast og við urðum vitni að ótrúlegum viðskiptum þar sem okrað var á hverri sígarettu. Var heppin að reykja ekki, hefði farið á hausinn.

En félagar mínir í Stykkishólmi forðum kunnu mér litla þökk fyrir að rifja upp þetta heiti á framhaldssögu, 11 dagar í snjó, enda var þetta fyrir nettengingar hótela og dæmi um að fólk flytti aðsetur sitt að faxtæki hótelsins. Ég var ekki svona ómissandi og fékk óvænt og kærkomið tækifæri til að hvílast og koma mér inn í mál sem höfðu setið á hakanum. Eftir 2-3 daga var fært til að fara til baka, svo ekki urðu þetta neinir 11 dagar í snjó.

Þessi pistill er tileinkaður Grindvíkingum, merkilegur fréttapistill í gær um staðbunda ófærð í þeim indæla bæ.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda litla

Já, blessaðir Grindvíkingarnir hafa fengið að finna fyrir því hvað er snjór undanfarið.

Linda litla, 15.1.2008 kl. 12:28

2 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Hvað er þetta, menn njóta þess þá bara betur að hafa ekki snjó eftir en áður.

Ester Sveinbjarnardóttir, 15.1.2008 kl. 22:26

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband