Áfram Björk!

Ætlaði nú ekki að blanda mér í umræðuna um Björk, en ég get ekki orða bundist. Er nefnilega ekki sammála ummælum pabba hennar í fréttaþætti í gær, þar sem hann gaf í skyn að Björk fengi harðasta dóma hér á Íslandi og mesta böggið. Ég efast ekki um að það er ástæða fyrir þessum ummælum hans og virði það. Hins vegar held ég að þorri þjóðarinnar sé að springa af stolti út af Björk, eigi sér uppáhaldslög með henni (fyndið, ég var einmitt nýbúin að setja lög af YouTube hér á bloggið mitt þegar umræðan byrjaði, og tvö ar þremur voru með Björk, engin tilviljun!). Það má ekki taka mark á einhverjum örfáum leiðindapúkum sem kannski eru með leiðinlega öfund eða illvilja, svoleiðis er alltaf til en óþarfi að gefa því of mikið vægi.

Björk er dáð og elskuð hér á landi og hananú! Hún hefur ekkert verið að eltast við lögnmollu í tónlist og ekki er allt sem hún flytur nein dinnermúsík, var einmitt að heyra Declare Independence á Rás 2 og mér finnst bara æði að heyra þetta frekar tormelta en flotta lag sem ,,mainstream" spilun. Frá því hún var aðalnúmerið í Rokk í Reykjavík, kasólétt utan á VERU, að taka á móti verðlaunum og leika í myndum og fram til nýjasta túrsins hennar um allan heim þá hefur hún verið í sviðsljósinu. Frekar að fólk hafi verið að pirra sig á Einari Erni á Sykurmolatímanum (mér finnst hann reyndar æði). Og hverjum er ekki sama um einhverja hysteríska papparassa í Nýja Sjálandi? Ég held að Brit útnefningin veki alveg eins mikla athygli, þótt það sé hversdagslegri atburður þegar Björk á í hlut að hún sé útnefnd til æðstu verðlauna en að hún slái frá sér. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halla Rut

Við eigum að standa með okkar fólki...

Halla Rut , 16.1.2008 kl. 19:37

2 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Já, er sammála þér, skildi ekki alveg hvað hann Guðmundur var að meina. Björk er æðisleg og líka Einar Örn. Það ætti enginn að taka mark á nöldrinu í sumum bloggurum hér.

Guðríður Haraldsdóttir, 16.1.2008 kl. 19:38

3 identicon

Ég er svo sammála þér. Ég held að þetta sé ekki rétt metið hjá honum. Ég held að landinn sé eins og þú orðar það sjálf, almennt að springa úr stolti yfir velgengni hennar. Horfði um daginn á Jools Holland þáttinn þar sem bæði var viðtal við hana og hún spilaði Earth Intrudors, Anchor song og Declare Indspendance og það var svo greinilegt hversu mikla virðingu allir bera fyrir henni, salurinn ætlaði að rifna eftir hvert einasta lag, og ég leyfi mér að fullyrða að það sama eigi við um okkur her på Island.

Anna Ólafsdóttir (anno) 16.1.2008 kl. 21:32

4 Smámynd: Linda litla

Mér finnst einmitt bara hafa verið talað vel til hennar og um hana í bloggheiminum það sem ég hef séð.

Linda litla, 16.1.2008 kl. 23:30

5 Smámynd: Haukur Nikulásson

Ég sé enga ástæðu til að vorkenna Björku. Hún er fræg, rík og dáð og getur verið á hverjum þeim stað í tilverunni sem hún kýs og efni leyfa.

Ef gjaldið fyrir þessa frægð, ríkidæmi og aðdáun er að missa stjórn á skapi sínu tvisvar sinnum á tólf árum þá er ég viss um að margir mundu vilja skipta við hana.

Stjörnur og stjórnmálamenn eru, og munu verða, í ástar- og haturssambandi við fjölmiðla og útsendara þeirra. Þetta er eins og með ástir samlyndra hjóna, stundum koma bara kekkir í sósuna!

Björk velur að vera í sviðsljósinu algerlega sjálf og án þvingunar og trúlega nýtur hún þess mest allan tímann sjálfri sér og mörgum öðrum til ánægju.

Haukur Nikulásson, 17.1.2008 kl. 08:22

6 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

... og við þurfum ekkert heldur að vorkenna ljósmyndaranum. Hann velur sér að vinna í sviðsljósinu (sem skín í kring um annað fólk) og ef hann verður fyrir hnaski, t.d. tvisvar á tólf árum, þá er það bara gjaldið sem hann greiðir fyrir að velja sér þennan starfsvettvang, í leit að fé og frægð.

Það er kannski von að pabbinn vorkenni dóttur sinni og sjái hlutina öðrum augun en flest okkar hinna. Mórallinn í sögunni er að Björk nýtur mikilla vinsælda í heimalandinu, það leynir sér ekki.  

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 17.1.2008 kl. 13:56

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband