Ferðir og ferðalög

Einhvern tíma voru upplesnar ,,millifyrirsagnir" í auglýsingum í ríkisútvarpinu. Ein þeirra var ,,ferðir og ferðalög". Ég er mjög ferðaglöð manneskja og var búin að ákveða það strax í sumar að nota vildapunktana mína, sem margir hverjir renna út um næstu áramót, til þess að skreppa til Ameríku að heimsækja Nínu systur sem er í eins vetrar ,,útlegð" í Ameríku núna. Nema ef McCain verður kosinn forseti, þá á ég allt eins von á að hún komi heim fyrr ;-) en við skulum nú rétt vona að til þess komi ekki. Þorði ekki annað en fara að bóka þessa ferð, allar helstu óvissubreytur úr sögunni, meðal annars held ég að ég sleppi smá millihoppi sem ég var að hugsa um að taka, nema ég heyri í vinkonu minni á vesturströndinni alveg ákafri að ég komi við hjá henni. Kemur allt í ljós. Seinasta ár var mikið ferðaár, fór í sex mismunandi ferðir til útlanda, en núna verð ég rólegri í tíðinni (nema eitthvað breytist skyndilega) en bæti það upp með því að vera lengur í hverri ferð. Það er líka ágætt ;-)

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband