Haustið og House

Mér finnst komið haust í sjónvarpsdagskrána, House er byrjaður. Venjulega er það þannig á sumrin að jafnvel fólk sem er að reyna að rækta upp sjónvarpsáhuga, eins og ég er farin að gera eftir að houseég uppgötvaði hvílík hvíld svona heilalaust sjónvarpsgláp getur verið, gleymir tilvist þess langtímum saman. Helst að ég rumski þegar ég heyri af Monk á sumarkvöldi. En með haustinu koma þessir þættir einn af öðrum, House og haustlaufin, Greys Anatomy og vetrarstormarnir og loks American Idol og jólakreditkortareikningurinn. Mér finnst full fljótt að House sé kominn, fá lauf fallin og flest græn ennþá nema rauða röndin meðfram einhverri akbrautinni sem ég brunaði framhjá. Hitastigið framundan segir mér að House eigi ekki að vera byrjaður. En House er kominn á kreik og minnir á óhjákvæmilega komu vetrarins, einn góðan veðurdag.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband