Samstarf ríkisstjórnarflokkanna: Pirringur á dag kemur skapinu örugglega ekki í lag

Mér finnst gæta vaxandi pirrings milli stjórnarflokkanna og yfirlýsingar jafnt sem aðgerðir einstakra ráðherra ala á slíku. Nú veit ég ekki alveg hvernig samþykkt verklag er innan þessarar ríkisstjórnar, en svo virðist sem hver og einn ráðherra megi segja og framkvæma nokkuð frjálslega án þess að það sé lagt fyrir ríkisstjórnina sem heild. Lagalega séð er það svo sem alveg í lagi, löngu búið að taka umræðuna um að ríkisstjórnin sé fjölskipað stjórnvald, en út frá samstarfi innan ríkisstjórnarinnar finnst mér ég stundum sjá daglega núningspunkta og stundum ummæli í kjölfarið. Það virðist ekki hafa verið gengið frá neitt of mörgum lausum endum þegar efnt var til þessarar ríkisstjórnar, eða að þeir eru farnir að trosna eitthvað.


mbl.is Hagsmunum fórnað með veiðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Pétursson

Anna það er rétt hjá þér,að ýmsir lausir endar eru í ýmsum málaflokkum milli stjórnarflokkanna.Flesta þessa enda er hægt að tengja saman og ná sæmilegri sátt um.Hins vegar verða ýms mál sem koma undir Björn Bjarnason,dómsmálaráðhr.ekki leyst.Þar má nefna lögreglustjóramálið á Suðurnesjum,sem Björn vill láta koma undir þrjú ráðurneyti,sem er hreint bull.Þá þarf að endurskoða umsvif ríkislögreglustjóra,sem eru komin út fyrir öll skynsamleg mörk og láta stærstan hluta þess starfsvettvangs  til lögreglustjóra embættisins í Reykjavík.

Kristján Pétursson, 19.5.2008 kl. 20:15

2 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Já, lengi hefur það hangið yfir að erfitt yrði að ná sátt um tillögur Björns, einkum þær sem þú nefnir, og ég er ekekrt sannfærð um stuðninginn við þær í hans eigin flokki. En svo virðist sem það sé heldur ekki leysanlegt mál. Mér finnst þau rök sem komið hafa fram gegn tillögum Björns vera þannig að þetta geti bara ekki náð fram að ganga.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 19.5.2008 kl. 20:20

3 Smámynd: Gunnar Páll Gunnarsson

Steina á afmæli á morgun (þriðjudag) fædd 20. 05. 1960. Láttu það ganga.

Gunni Palli kokkur.

Gunnar Páll Gunnarsson, 19.5.2008 kl. 21:12

4 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Aha

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 19.5.2008 kl. 21:20

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég held að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir ætti að hafa meiri áhyggjur af því hvernig alþjóðasamfélagið tekur brotum Íslendinga á mannréttindum en því hvort einhverjar örfáar hrefnur verði veiddar.

Jóhann Elíasson, 19.5.2008 kl. 21:37

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband