Tónleikar sumarsins ... valkvíði! Lýsi eftir skoðunum ...

Er staðráðin í að fara á einhverja þeirra fjöldamörgu góðu tónleika sem eru framundan. Margt sem kemur til greina en að sama skapi er ég ekki tilbúin að ákveða mig enn og margt sem veldur. Meint annríki, óvissa um hvenær ég ætla að vera á landinu og meðreiðarfólk. Búin að missa af Rufusi, sem kom vel til greina, en þegar ég heyrði tónleikana hans í útvarpinu um daginn þá áttaði ég mig reyndar á því að ég þoli ekki að heyra of stóran skammt af of líkum lögum í einu, og röddin hans er svo spes að minn skammtur er að hlusta á stök lög, og helst á Halelujah, oft!

Mig langaði ekki á Bob Dylan þegar hann kom seinast til Íslands, hann hafði ekki verið að gera neitt sérstaklega góða hluti þá árin á undan, og svo spilaði eflaust inní að ég var ekki á landinu (þau eru súr, segir refurinn). Skemmtilegustu tónleikar að fara á eru harðir keyrslutónleikar, Megadeath, White Stripes og Jethro Tull minnisstæðir (missti af Rammstein, það var glæpsamlegt, hélt ég hefði verið í Noregi, en svo minnir að það hafi verið hringt í mig af tónleikunum og mér sagt að mæta, rétt þegar ég var búin að lofa mömmu að gera eitthvað með henni um kvöldið, en kannski voru það aðrir tónleikar). En þetta með keyrslutónleika er ekki einhlítt, lágstemmd Patty Smith, Lou Reed og Cohen forðum afsanna það. Hmmm, millistigið: Travis voru æði! alltaf fílað þá betur en Coldplay og Elton var líka mega.

Þumalfingursreglan að sjá hljómsveitir helst á hátindi frægðar sinnar var einu sinni fín viðmiðun, en eftir að ég klúðraði endurkomu Deep Purple á þeim forsendum að ég hefði skemmt mér svo vel 1973 áttaði ég mig á því að þetta er bara bull.

Þannig að ef þið, ágætu lesendur, getið gefið góð ráð þá er ég opin fyrir þeim. Neita að fara á James Blunt, veik fyrir Whitesnake og finnst Eric Clapton spennandi kostur. Lausir miðar alls staðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Aha, hann kemur einmitt sterkur inn. Verst að mér finnst vont að skipuleggja mig svona langt fram í tímann, en kannski verður þetta málið ;-)

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 19.5.2008 kl. 19:46

2 identicon

Þetta er ekkert mál. Ég skal fara með þér... Þar að segja á Clapton. Langar ekkert á whitesnake...

Jóhanna 19.5.2008 kl. 20:20

3 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Ok, þetta er farið að hljóma ágætlega.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 19.5.2008 kl. 20:26

4 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Ég fer á John Fogerty, Bob Dylan og Whitesnake. Er ekki viss með Clapton, hann er góður tónlistarmaður en hefur ekkert gert fyrir minn smekk mjög lengi.

Whitesnake eru gamlar hetjur, fyrstu alvörutónleikar sem ég sá erlendis voru með þeim. Coverdale er með mjög góða hljómsveit þessa dagana og ég hef trú á góðum tónleikum

Bob Dylan hef ég séð tvisvar. Annað skiptið var hann frábær í hitt skiptið slappur. Hann getur örugglega farið á báða vegu en á góðu kvöldu verður hann ógleymanlegur. Hann gaf út mjög góða plötu nýlega og gæti verið í fínu formi

Ég er ekkert rosalega mikill Creedence og John Fogerty maður en er spenntur að sjá hann. Sá lagalista með lögum sem hann flytur á tónleikum og líst rosalega vel á hann. Verður bara gaman held ég.

James Blunt vekur engan áhuga

Það er allavega úr góðu að velja

Kristján Kristjánsson, 19.5.2008 kl. 22:05

5 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Þetta kalla ég að standa sig vel. Hmmm, þarf að taka mig á.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 19.5.2008 kl. 22:47

6 Smámynd: Oddrún

Clapton, Clapton, Clapton, Clapton, Clapton, Clapton........

Oddrún , 20.5.2008 kl. 21:51

7 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Já, Oddrún, égheld þetta hljóti að enda þannig ;-) ekki fer ég að æða úr landi á þessum tíma árs (þótt ég hafi gert það í fyrra).

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 21.5.2008 kl. 00:39

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband