Frekar skemmtileg aðferð á símasölumenn ...

Best að leyfa fleirum að njóta ... sonur minn var að senda mér þetta og þetta er hugmynd sem má alveg fara í dreifingu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábær hugmynd, maður verður eiginlega að prófa þessa aðferð sem þú ert að sýna :)

Ég nota eina góða aðferð stundum, en hún er þannig að þegar hringt er að kvöldi heim til mín ,en ég er með rauða merkingu í símaskrá sem virkar mátulega illa, þá tek ég stundum vel á móti viðkomandi og lýsi áhuga mínum, en ég hafi ekki tíma núna og hvort viðkomandi sé ekki til í að gefa mér upp símanúmerið sitt heima hjá sér og ég muni hringja seinna.  Þá eru viðbrögðin yfirleitt þannig að þau hringi bara aftur, en þá ítreka ég að ég vilji fá númerið heim til þeirra og alltaf fær maður neitun á það, og þá spyr maður hvernig standi á því að þau vilji ekki að maður hringi heim til þeirra að kvöldi og trufli Þau á sama tíma og þau eru með mitt persónulega númer og hringi heim til mín að kvöldi þegar ég hef beðið um að vera ekki ónáðaður ?? :)... virkar alltaf.

Ólafur í Hvarfi 6.5.2008 kl. 14:07

2 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Mér finnst alltaf jafn óskiljanlegt að það sé ekki virt þegar menn rauðmerkja sig í símaskrán.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 6.5.2008 kl. 14:29

3 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Einmitt, sammála. Einu sinni urraði ég á einhvern sem hringdi en hann var bara með kjaft á móti. Verst að vera ekki með lítið barn á öðru eða þriðja árinu. Þá gæti maður rétt því símtólið, þau elska að tala í síma sem er martröð fyrir saklausa vini sem hringja og foreldrar barnsins halda að maður vilji endilega tala í korter við það sem flissar bara og slefar í símtólið ... jamm, það væri gott á sölumennina. Múahahaha

Guðríður Haraldsdóttir, 6.5.2008 kl. 19:52

4 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Frábær hugmynd.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 6.5.2008 kl. 22:11

5 Smámynd: Landfari

Ólafur, hvernig virkar þesssi aðferð þín?

Er beðist afsökunar og ekki hringt aftur? Það gerist líka ef þú afþakkar en tekur styttri tíma. Það kemur hinsvegar ekki í veg fyrir að einhver annar hringi seinna en þín aðferð gerir það ekki heldur því þú virðist hafa þurft að gera þetta oft.

Landfari, 7.5.2008 kl. 00:35

6 Smámynd: Linda litla

arg..... heyri ekkert frekar en vanalega...

Hafðu það gott Anna mín og góða nótt.

Linda litla, 7.5.2008 kl. 00:43

7 Smámynd: Einar Indriðason

Þið þurfið í raun að láta bannmerkja ykkur bæði í símaskránni, og eins í þjóðskrá.

Svo þegar þið eruð komin með bannmerki á báðum stöðum, þá segið þið hægt og rólega í símann:  "Segðu mér hvar fékstu þetta númer?  Ég er bannmerkt bæði í símaskrá og þjóðskrá."  (Þá er einasta haldreipið eftir fyrir símasölufólkið, það að þú sért nú þegar í viðskiptum við þá, og þú hafir viljandi gefið upp símanúmerið þitt.) 

Síðan bætirðu við:  "Vinsamlega ekki hringja í mig aftur, og vinsamlega taka mig út af þessum lista sem þú hringir eftir."

Einar Indriðason, 7.5.2008 kl. 08:32

8 Smámynd: TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.

Já er að fara safna liði til að koma heyrninni hennar Lindu í lag, treysti mér ekki til að syngja allt fyrir hana í ljósi þess að synir mínir sögðu að það væri hið besta mál að nota rödd mína sem eina af viðurkenndum pyntingum, en þó steinsofnuðu þeir út frá henni á hverju kvöldi  En við djókum alltaf svona í hvort öðru, þeir elska þegar ég fer að syngja hástöfum með lagi í útvarpinu, í það minnsta hlægja þeir  En ég veit ekki hvort það er búið að breyta þessu með bannmerkið í símaskránni, það var amk upphaflega aðeins fyrir markaðssetningu eða sölumennsku, ekki kannanir. Þetta verður alltaf erfitt mál satt að segja.  Gott að þú ert farin að blogga aftur eftir hléið Anna.  Kv. Tara

TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 7.5.2008 kl. 11:29

9 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Þessar bannmerkingar í símaskrá virka kannski þegar þær eiga ekki að virka. Eitt sinn var Gallup falið að kanna hug Álftnesinga til sameiningar við Garaðbæ (kolfellt) og þá þurfti mamma, sem er með bannmerkingu, sérstaklega að hringja til að ,,fá" að taka þátt í könnuninni. Þannig að þetta virkar á alla vegu, greinilega. og takk öll fyrir góða strauma.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 7.5.2008 kl. 13:58

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband