Það er ekki útilokað að Hillary verði næsti forseti Bandaríkjanna ...

... en líkurnar eru ekkert yfirþyrmandi miklar. Baráttan í nótt var æsispennandi og þar sem ég er aftur komin í minn rétta vinnufasa og var að vinna til klukkan rúmlega fjögur, kíkti ég á CNN á milli, en þau þorðu samt ekki að lýsa hana sigurvegara þegar 91% atkvæða höfðu verið talin, svo mjótt var á mununum. En nokkrir punktar:

  • Í fyrsta lagi þá hefði jafnvel tap með mjög litlum mun í Indiana væntanlega orðið til þess að knúið hefði verið á hana að hætta.
  • Í öðru lagi, sigur, þótt naumur væri, í Indiana, er nóg til að hún heldur áfram. Ég hef ekki áhyggjur af því að demókratar skaðist af mánaðarbaráttu í viðbót. Bill Clinton var ekki útnefndur fyrr en í júní eftir því sem fréttir hafa verið að rifja upp.
  • Það er löngu ljóst að ,,super-delegates" eða ofurfulltrúarnir munu eiga síðasta orðið. Hvað þeir sjá og upplifa á næstunni verður úrslitamálið.
  • Hillary er vissulega minn óskakandídat en hún er ekki fullkomin. Ummæli hennar um Írak (hótun vegna kjarnorkuvopnauppbyggingarinnar) nú nýverið voru vond, þótt þau hafi að mínu mati ekki átt að vera annað an viðvörun en ekki raunveruleg hótun. Ef Hillary fer halloka verður það ekki vegna þessara ummæla.
  • Hillary mun að mínu mati mala McCain ef hún verður útnefnd.
  • Barack Obama er líka góður valkostur en ég er ekki viss um að öll hans atkvæði skili sér á kjördag. Hann hefur miklu meira fylgi meðan hópa sem skila sér stopult á kjörstað og ég get ekki hugsað mér að fá repúblikana í Hvíta húsið fjögur ár í viðbót. Ekki líklegt, en fræðilega mögulegt. 
  • Málefnalega held ég að Hillary muni hafa meiri burði til að koma fleiru góðu til leiðar en Obama, ekki bara vegna reynslunnar sem hún hefur og baklands, heldur ekki síður af því hún hefur verið ansi samkvæm sjálfri sér í mjög langan tíma í miklvægum málum svo sem varðandi heilsugæsluna og það er alltaf góðs viti. Ég er viss um að Obama meinar vel, og hann hefur verið staðfastur gegn Írak, fær stórt prik fyrir það, enhans hugmyndir hafa verið að mótast í hringiðu prófkjöranna og ég veit ekki hversu djúpar rætur þær eiga.
  • Ef ég héldi að ofurfulltrúarnir læsu bloggið mitt, þá myndi ég þýða þessa punkta á ensku, en þið látið þetta bara ganga.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinn Hafliðason

Mín skoðun er sú að McCain muni mala Obama í forsetakosningunum þar sem McCain mun ná töluverðu fylgi þeirra sem liggja á milli vinstri og hægri því Obama er of langt til vinstri. Þetta munu rebúblikanar nýta sér og haga áróðri sínum til vinstri þar sem þeir fá hvort eð er alla á hægri vængnum til að kjósa McCain.

Hins vegar tel ég eins og þú að Clinton myndi vinna McCain þar sem hún er ekki eins mikið til vinstri og McCain verður þá ekki eins öruggur að fá hægri atkvæðin og getur því ekki einbeitt sér eins mikið að miðjunni eins og hann gæti á móti Obama.

Steinn Hafliðason, 7.5.2008 kl. 14:07

2 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Nákvæmlega það sem ég óttast að sé veruleikinn, þannig að ég held bara áfram að halda með minni Hillary, krossa fingur og vona það besta.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 7.5.2008 kl. 14:20

3 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Vona bara að ofurfulltrúarnir séu jafn skarpir og við Steinn ;-)

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 7.5.2008 kl. 14:21

4 identicon

Sú hugmynd að Demókratar vinni helst Repúblikana með því að tefla fram hægrisinnuðum kandídötum er lífseig en hefur ekki staðist vel dóm reynslunnar. Með því að keyra inn á miðjuna og berjast um atkvæðin þar, tapast um leið möguleikar á að virkja kjósendahópa sem ætla mætti að myndu kjósa til vinstri.

Þetta minnir mig dálítið á deilurnar sem voru alltaf uppi í stúdentaráðskosningunum í Háskólanum, þar sem stjórnendur Röskvu trúðu því alltaf að lykillinn að sigri væri að bjóða fram oddvita úr lagadeild eða viðskiptafræði með stúdentspróf úr Versló. Röskvu tókst ár eftir ár að vinna kosningar ÞRÁTT FYRIR þessa stefnu en ekki vegna hennar.

Það var nefnilega svo miklu drýgra og fljótvirkara að bjóða fram vinsælan nemenda úr Árnagarði. Ef tókst að koma kosningaþátttökunni í Heimspekideild úr 40% í 50% var sigurinn í höfn - miklu frekar en að leggja allt kapp á að snúa 40-50 laganemum sem líklega enduðu á að kjósa Vöku af gömlum vana.

Það er vond taktík í pólitík að reyna að vinna andstæðinginn með því að herma eftir honum.

Stefán Pálsson 7.5.2008 kl. 14:22

5 Smámynd: Jón Sigurgeirsson

Er ekki sama hvort það er hvítt eða svart ef það er Demokrati?

Barasta ekki meiri búss

Jón Sigurgeirsson , 7.5.2008 kl. 15:45

6 Smámynd: Erna Hákonardóttir Pomrenke

"Good Morning America" ABC fréttir skýrði frá því í morgun að það væri aðeins tíma spursmál hvenær Hillary myndi draga sig í hlé og að það þyrfti kraftaverk fyrir hana að ná útnefningu frá Demókrata flokknum. Hún var ekki vongóð eftir síðustu kosningarnar og gaf í skyn að hún myndi styðja keppinaut sinn.  Hvað á fólk að halda sem er að reyna að stiðja við hana.

Erna Hákonardóttir Pomrenke, 7.5.2008 kl. 15:59

7 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Ég er ekki búin að gefa upp alla von með að fá Hillary í Hvíta húsið (en líkurnar minnka) og ég skal ekki miklu bæta við þau andstæðu sjónarmið að líkur aukist eða minnki með því að hafa hægri eða vinstri sinnaðan demókrata, ´fljótu bragði finnast mér rökin snúast um miðjufólkið og geng þá út frá þeirri gamalkunnu klissju að ekki sé of mikill munur á flokkunum í Bandaríkjunum að upplagi, þótt Bush hafi dregið sinn flokk til hægri og niður að mínu mati.

Þau rök sem ég hef blakað eyrum við eru að stuðningsfólk Obama muni mögulega ekki skila sér á kjörstað. Fyrir því eru því miður ákveðin rök sem ég get ekki litið framhjá. Þess vegna er ég hrædd um að McCain hafi smá sjens í hann, en engan í Hillary og ég bara vil ekki fá McCain. Svo einfalt er það. 

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 7.5.2008 kl. 19:43

8 Smámynd: Steinn Hafliðason

Það er kominn tími á að rebúblikarnir dragi sig í hlé, þeir hafa gert heiminum ljótan grikk á þeim 8 árum sem þeir hafa verið við völd.

Steinn Hafliðason, 7.5.2008 kl. 21:12

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband