Ný skoðanakönnun um utanríkismál Íslendinga

Hlutverk Íslands á alþjóðavettvangi hefur verið mikið til umræðu að undanförnu. Þessi umræða er þörf og góð. Margt ber þar til, viðræður við önnur lönd, ný ríkisstjórn og ákveðin grundvallarumræða sem er að byrja að eiga sér stað um hlutverk Íslendinga á alþjóðavettvangi. Vona að hún verði góð og málefnaleg. Þess vega skellti ég upp nýrri skoðanakönnun um málið. Þeir sem ekki finna valkost við hæfi verða að nýta athugasemdakerfið.

Af fyrri skoðanakönnun er það að segja að fáir höfðu þörf á að tjá sig um hvort þeir væru sáttir eða ósáttir við úrslit í keppninni um fegursta orð íslenskrar tungu - en flestir sem tjáðu sig voru þó sáttir, lengst af 70-80%.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Búin að kjósa, ekki erfitt.  Nr. 1 að sjálfsögðu.

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.8.2007 kl. 10:45

2 Smámynd: Sigurjón

Við verðum bara að átta okkur á því að við erum 300.000 manna þjóð norður í rokrassgati og höfum ansi lítið vægi á alþjóðavísu.  Viðskiptin eru eina leiðin til að hafa áhrif á erlendri grund.

Sigurjón, 13.8.2007 kl. 12:23

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband