Gaman á Skögunum ...

Eftir að hafa vaknað í Borgarfirðinum og rennt beina leið á Reykjanesskagann (næstum, heilsaði upp á Óla minn á Álftanesinu fyrst) til að sækja skátann minn, hana Hönnu, var rennt á Skagann með viðkomu í Mosó þar sem Nína systir bættist í hópinn. Ekkert smá skemmtilegt að fara í afmælið hennar Gurríar eins og venjulega, fá stelpuna sína heim og sannfærast um að Nína væri flutt heim. Margt að gerast hjá öllum, en þó líklega viðburðaríkast hjá Nínu þessa stundina, húsnæðismál og vinnumál í hraðri og spennandi þróun, þótt hún hafi bara verið hér í 4-5 daga. Annars var fyndið að koma í Leifsstöð og ganga í flasið á nokkrum tugum ef ekki hundruðum af bláum skátaskyrtum. Aðeins fjölbreyttari flóra fata á hinum Skaganum hjá Gurrí (sjá bloggið hennar Gurríar, linkur til hliðar), og ég skildi Hönnu vel þegar hún ákvað að losa sig við bláu skátaskyrtuna áður en hún fór í afmælið og fara frekar í ,,borgaralegri föt". Annars hefði hún sem sagt vakið aðeins meiri athygli en hentaði þegar maður er orðinn vel ferðalúinn. Núna hinkrar hún eftir að frétta af seinustu skátunum í sveitinni sinni - seinustu flugvélar ættu að lenda um miðnæturskeið.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband