Gott fyrir gróðurinn - og fer atkvæðum fækkandi í kosningu um fegursta orð íslenskrar tungu?

Eins eða tveggja daga rigning, bara gott fyrir gróðurinn. Svo á aftur að sjá til sólar um helgina, búið að vökva blómin. Svo virðist sem atkvæðum um fegursta orð íslenskrar tungu fari nú ört fækkandi og  að ef þannig verður áfram mun ég tilkynna hér á blogginu þriggja daga frest til að ljúka atkvæðagreiðslunni.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Anna mín hér kemur stuttur fyrirlestur um örminni nútímamanneskjunnar, af gefnu tilefni:

Það sem fólk nú til dags kallar oft gullfiskaminni, en ég auglýsingaminni og er staðfesting á einbeitingarörðuleikum nútímamannsins gerir það að verkum að á ca. nokkra mínútna fresti þurfum við auglýsingahlé.  Þ.e. einbeitingin er fín ef viðfangið er brotið upp með "auglýsingum".  Þess vegna fer ég fram á að þú drífir í að úrskurða (setjir inn auglýsingahlé) þannig að allir nái að fylgjast með.  Híhí.

Bíð rosa spennt yfir úrslitunum, þrátt fyrir að "orðið" sé greinilega enn hjá Guði en ekki mér.

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.7.2007 kl. 11:11

2 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Gefðu þessu séns í smátíma. Það má nefnilega lesa um kosninguna þína í Sandkorni DV í dag. Einhverjir taka vonandi við sér og kjósa kærleika ... heheheh

Guðríður Haraldsdóttir, 19.7.2007 kl. 13:14

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Hefur einhver stungið uppa á orðinu húmblár? Annars finnst mér afturhaldskommatittsflokkur mjög fallegt orð líka

Gunnar Th. Gunnarsson, 19.7.2007 kl. 13:24

4 identicon

Ég sting upp á nafnorðinu heiðmyrkur, notað um þau birtuskilyrði þegar þoka liggur yfir en er að grisjast og maður skynjar sólskinið fyrir ofan. Fallegt orð um sérstaka birtu. Gæti verið austfirskt að uppruna

Stefán 19.7.2007 kl. 15:16

5 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Engin hætta á að ég hætti (flott orð hætta/hætti ;-) með keppnina strax. Hvort tveggja er að kosningin hefur tekið kipp (kannski er það Sandkornið) og eins verður þessi kosning kynnt í sjónvarpsfréttum í kvöld eða annað kvöld. Þannig að það er fullkomlega ótímabært að hætta. 

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 19.7.2007 kl. 17:11

6 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Og rosalega eru nýju tilnefningarnar flottar. Ég ætla að taka þetta saman og hver veit hvernig við getum komið öllum þessum fínu orðum, líka afturhaldskommatittsflokknum, á framfæri.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 19.7.2007 kl. 17:12

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband