Já, viđ vitum ađ Rás 2 er fertug á árinu og margt hefur gerst á ,,áttunni"

Rás 2 var hressandi viđbót viđ fátćklega útvarpsflóru í upphafi níunda áratugarins, áttunnar, eins og fariđ er ađ kalla hann. Ţórarni Eldjárn hefur veriđ eignuđ sú nafngipt, međ réttu eđa röngu, og ţetta venst. Eftir útvarpsvinnu frá árinu 1978 fannst mér upplagt ađ sćkjast eftir ţví ađ vinna eitthvađ fyrir Rás 2 en aldrei varđ ţađ mikiđ. Hafđi veriđ međ smálegt af tónlistartengdu efni á Rás 1 (sem ţá var eina útvarpiđ) og Zappa-ţátturinn minn líklega best ţekktur hann hét auđvitađ: Zappa getur ekki veriđ alvara, í takt viđ úrklippuna hér ađ neđan. En ţá var Rás 2 ekki til.

2020-07-10_23-49-24

 

Fékk ţó ađ leika lausum hala í einhverjum klukkutímaţćtti á Rás 2 einhvern tíma á ţessari margnefndu áttu, en ţađ var kannski aldrei mitt uppáhaldstímabil í tónlist, ţótt ég hefđi vissulega falliđ fyrir ýmsu, pönki hjá Clash, Utangarđsmönnum og Stranglers, kvennarokkinu hjá Grýlunum. Tók eitt af ţremur stćrri viđtölunum viđ ţćr fyrir Vikuna, mjög gaman, fannst ţćr hressar og skemmtilegar. Spilađi seinna skvass viđ Herdísi um tíma og ţađ var svosem ekki minna hresst, önnur hliđ á ţessum snillingi. En í ţessum eina ţćtti tćmdi ég til öryggis vel af listanum yfir mín uppáhalds á ţeim tíma, man bara eftir Special Aka međ Free Nelson Mandela (ţađ var líka gert).

Skemmtilegasta verkefniđ var ţó án efa ađ fá, ásamt Andreu Jónsdóttur, ađ kynna upptöku Rásar 2 af tónleikum Leonards Cohen á Íslandi 1988. Andrea hafđi fariđ á blađamannafundinn fyrir hönd RUV og inn í ţćttina, sem voru tveir, fléttuđum viđ klippum ţar úr. Ţar sem ég hafđi gert BA-ritgerđina mína í almennri bókmenntasögu um ljóđagerđ Leonards Cohen fékk ég ađ taka ţátt í ţessu verkefni og fannst ţađ alveg dásamlegt. Andrea alltaf ein af mínum allra uppáhalds, datt ţetta einmitt í hug áđan ţegar ég fór ađ hlusta á ţátt hennar Pressuna í einhverju hlađvarpinu. Vonandi hef ég í ţessum ţáttum okkar Andreu bćtt fyrir prakkarastrik í ţćtti sem ég var međ skömmu fyrr á Rás 1 um ljóđagerđ Leonards Cohen, ţví í honum fjallađi ég nákvćmlega um ţađ efni (og spilađi enga tónlist, mörgum til mikillar armćđu).  

2023-06-24_00-05-22

unnamedcohen


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband