Sautjándinn: Bómullarís í Tívolí og ísköld nótt (nokkru) eftir útskriftardaginn

Viđ vinnufélagarnir óskum hvert öđru yfirleitt góđrar helgar ţegar viđ tínumst út á föstudögum. ,,Fáiđ ykkur svo candy-floss á sautjándann," sagđi einn félagi minn í kveđjuskyni dag. ,,Bómullarís?" spurđi ég. Man ţessa klístruđu, bleiku sem festust á kinnunum í Tívolí í Vatnsmýrinni. Ţau hin auđvitađ ekki, enda áratugum yngri. 

Skrúđgöngur og fánar, mćttum samviskusamlega í allt svoleiđis, einkum ţegar krakkarnir okkar voru komnir í skátana hér á Álftanesi, og eflaust hefur einhvern tíma veriđ bođiđ upp á bómullarís undir dulnefni hér á nesinu. Ţekkti líka flestar fjallkonurnar međ nafni og sumar voru vinkonur mínar.

Sautjándinn er alls konar, áriđ ţegar ég útskrifađist úr MR og vildi helst vera í venjulegum, hvítum bómullarbol međ húfuna aftan á hnakka (en ekki fína útskrifarkjólnum sem Auđur á Hvoli saumađi á mig) ţegar ég fór á djammiđ frostnóttina eftir útskriftina 16. júní, eđa jafnvel fyrr (15.6.). Engu ađ síđur ,,sautjánda" minning. Var hún ekki í Háskólabíói, viđ vorum svo stór árgangur? Jú, segir timarit.is. Ég sem man allt, man ţađ ekki fullkomlega. Alla vega fóru mamma og Ólafur fóstri minn međ okkur Gunnu vinkonu í kaffi í Grillinu á eftir, en ég harđneitađi ađ halda stúdentaveislu. Svo var Gunna farin í sveitina sína. Ég vona annars ađ hún hafi náđ kaffinu međ okkur, ţađ stóđ eitthvađ tćpt. Amma Kata mćtti ţó á sautjándann og ţá hafđi hlýnađ og viđ sátum úti, báđar međ húfur. Día frćnka gaf mér orđabók í stúdentagjöf. Sumir voru einbeittari og neituđu ađ setja upp húfu, en mín hefur reynst vel og tyllt sér á ýmsa kolla í fjölskyldum okkar Ara míns. 

vid.amma (2)

17


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband