Það er líka óstundvísi að mæta of snemma

Gurrí eðalbloggari minnti mig á eitt enn varðandi stundvísi sem mér hefur alltaf þótt vanmetið. Það er óstundvísi þeirra sem mæta of snemma í viðburði og veislur. Hver man ekki eftir fólkinu sem mætti með börnin sín tveimur tímum of snemma í barnaafmæli og skildi þau eftir. Ekki samt eins óþægilegt eins og frænkurnar sem mættu ,,stundvíslega" háfltíma of snemma í fermingarveislurnar og ætluðust til fullrar þjónustu, þrátt fyrir óstundvísina. Krakkana mátti þó alla vega setja inn í herbergi og loka af með leikföngum, kökum og leikfélögum. Eina krúttlega dæmi sem ég man eftir um óstundvísi af þessu tagi var þegar ég kom að indælli konu sem ég var með í nefnd sitjandi þolinmóð á tröppunum á fundarstað, þegar ég mætti korteri FYRIR fundartíma til að skella yfir kaffi. Hún var á strætó, og frekar en að mæta fimm mínútum of seint lagði hún það á sig að mæta 25 mínútum of snemma.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband