Færsluflokkur: Lífstíll

Hlakka til hækkandi sólar en elska skammdegið

Þessi tími árs hefur tilhneigingu til að líða hratt. Yfirleitt hef ég haft allt of mikið að gera á þessum árstíma og þetta ár jafnvel enn skæðara en önnur hvað það varðar. Trúi því varla að það séu bara 12-13 daga þar til sól fer að hækka á lofti. Eins og mér finnst skammdegið fallegt og notalegt, og elska jólasvipinn um þetta leyti árs, þá er ég eins og fleiri hagsmunaaðili um hækkandi sól. Aðalástæðan er meiri tími fyrir sólina að bræða burtu hálkuna sem starfsmenn vegagerða og bæjarfélaga hafa ekki tóm eða tæki til. Þegar ég fer á eftirlaun ætla ég að hella mér út í skammdegisnotalegheit, sem ég hef reyndar getað leyft mér undanfarna mánuði vegna vinnu, vera heima ef mér leiðist færðin, því annað er ekki til að leiðast í skammdeginu.

Og svo er það hin hliðin á málinu, eftir að ég tók upp golf, þá eru björtu sumarnæturnar miklu skemmtilegri heldur en þegar ég stundaði sveitaböllin af krafti austur í sveitum hér í eina tíð, og svo þegar maður var að koma úr reykmettuðu, háværu og skuggsælu umhverfi danssalarins á Hvoli, þá fékk maður morgunsólina í augun um miðja nótt!

Skammdegisástina réttlæti ég með íslenskum erfðum, sem svosem dugar alls ekki öllum, stutt gúggl leiddi mig á síðu Náttúrulækningafélagsins, og birti hér link á umræður sem Jóhann Axelsson tók þátt í, sá sem ég þekki helst sem þann sem rannsakað hefur skammdegisþunglyndi. Af því ég hendi þessu hér inn lítt klipptu, þá eru aðrir nefndir til sögunnar sem ég veit lítið um. Kannski á ég eftir að fylla inn í þetta, kannski ekki. Þarna er líka verið að ræða sitthvað fleira, en það er hlutur Vestur-Íslendinga sem mér finnst forvitnilegastur:

http://www.nlfi.is/skammdegisthunglyndi-umraedur-og-fyrirspurnir

fyrstu könnunina í heiminum á algengi skammdegisþunglyndis hjá heilli þjóð og fengu, andstætt öllu því sem búist hafði verið við, að algengi skammdegisþunglyndis á Íslandi er aðeins 11%, en samkvæmt legu landsins á hnettinum hefði algengið átt að vera í kringum 30% eða meira. Rétt fyrir norðan New York, í New Hampshire, var algengið orðið 21%.
Þannig að breiddargráðukenningin þ.e. að algengi skammdegisþunglyndis ykist með fjarlægð frá miðbaug og minnkandi birtuframboði kolféll í þeirra tilraun. Þeir settu fram þá tilgátu að trúlega hefði orðið náttúruval á Íslandi; þeir sem lögðust í víl og doða á haustin og rönkuðu ekki við sér fyrr en á vorin hefðu átt erfiðara með að koma genum sínum í gegn heldur en heilbrigðir. Að vísu er þetta skammur tími, þúsund ár, en við ræddum þetta og komumst að þeirri niðurstöðu að Íslendingar hefðu flutt þetta með sér vestur um haf, en fimmtungur þjóðarinnar fluttist til Vesturheims upp úr 1870. Við fórum því með rannsóknina þangað og rannsökuðum Vestur-Íslendinga sem búa á 50. breiddargráðu og fundum það út að þeir höfðu svipaða tíðni skammdegisþunglyndis og Bandaríkjamenn búsettir í Flórída, nánar tiltekið í Sarasota, en ekki þeir sem búsettir voru á sömu breiddargráðunni! Tilgáta Jóns og Andrésar hafði þá fengið stuðning. Síðan fórum við til Winnipeg og rannsökuðum fólk af alíslenskum ættum, afkomendur landnemanna, og þar reyndist algengi sjúkdómsins hið sama og hjá fólki hér í Reykjavík. Til samanburðar var fólk í sömu borg, af sama kyni og á sama aldri rannsakað, og í ljós kom að ef það var ekki Íslendingar voru líkurnar á að það fengi skammdegisþunglyndi 3,3 sinnum meiri. Þetta tekur af öll tvímæli um að það sé sterkur erfðaþáttur í tjáningu þessa sjúkdóms. - See more at: http://www.nlfi.is/skammdegisthunglyndi-umraedur-og-fyrirspurnir#sthash.EpGK7ZBi.dpuf

Sp.: Hafa Vestur-Íslendingar reynst öðruvísi en við, hvað skammdegisþunglyndi varðar? Það var víst gerð einhver rannsókn þar.

Jóhann Axelsson: Það sem er kannski merkilegra er, að þeir eru nú ekkert öðruvísi heldur en við. Ég veit um hvað þú ert að spyrja. Það var þannig að eftir að Jón G. Stefánsson og Andrés voru búnir að gera sína könnun fyrstu könnunina í heiminum á algengi skammdegisþunglyndis hjá heilli þjóð og fengu, andstætt öllu því sem búist hafði verið við, að algengi skammdegisþunglyndis á Íslandi er aðeins 11%, en samkvæmt legu landsins á hnettinum hefði algengið átt að vera í kringum 30% eða meira. Rétt fyrir norðan New York, í New Hampshire, var algengið orðið 21%.
Þannig að breiddargráðukenningin þ.e. að algengi skammdegisþunglyndis ykist með fjarlægð frá miðbaug og minnkandi birtuframboði kolféll í þeirra tilraun. Þeir settu fram þá tilgátu að trúlega hefði orðið náttúruval á Íslandi; þeir sem lögðust í víl og doða á haustin og rönkuðu ekki við sér fyrr en á vorin hefðu átt erfiðara með að koma genum sínum í gegn heldur en heilbrigðir. Að vísu er þetta skammur tími, þúsund ár, en við ræddum þetta og komumst að þeirri niðurstöðu að Íslendingar hefðu flutt þetta með sér vestur um haf, en fimmtungur þjóðarinnar fluttist til Vesturheims upp úr 1870. Við fórum því með rannsóknina þangað og rannsökuðum Vestur-Íslendinga sem búa á 50. breiddargráðu og fundum það út að þeir höfðu svipaða tíðni skammdegisþunglyndis og Bandaríkjamenn búsettir í Flórída, nánar tiltekið í Sarasota, en ekki þeir sem búsettir voru á sömu breiddargráðunni! Tilgáta Jóns og Andrésar hafði þá fengið stuðning. Síðan fórum við til Winnipeg og rannsökuðum fólk af alíslenskum ættum, afkomendur landnemanna, og þar reyndist algengi sjúkdómsins hið sama og hjá fólki hér í Reykjavík. Til samanburðar var fólk í sömu borg, af sama kyni og á sama aldri rannsakað, og í ljós kom að ef það var ekki Íslendingar voru líkurnar á að það fengi skammdegisþunglyndi 3,3 sinnum meiri. Þetta tekur af öll tvímæli um að það sé sterkur erfðaþáttur í tjáningu þessa sjúkdóms.

- See more at: http://www.nlfi.is/skammdegisthunglyndi-umraedur-og-fyrirspurnir#sthash.EpGK7ZBi.dpuf

Sp.: Hafa Vestur-Íslendingar reynst öðruvísi en við, hvað skammdegisþunglyndi varðar? Það var víst gerð einhver rannsókn þar.

Jóhann Axelsson: Það sem er kannski merkilegra er, að þeir eru nú ekkert öðruvísi heldur en við. Ég veit um hvað þú ert að spyrja. Það var þannig að eftir að Jón G. Stefánsson og Andrés voru búnir að gera sína könnun fyrstu könnunina í heiminum á algengi skammdegisþunglyndis hjá heilli þjóð og fengu, andstætt öllu því sem búist hafði verið við, að algengi skammdegisþunglyndis á Íslandi er aðeins 11%, en samkvæmt legu landsins á hnettinum hefði algengið átt að vera í kringum 30% eða meira. Rétt fyrir norðan New York, í New Hampshire, var algengið orðið 21%.
Þannig að breiddargráðukenningin þ.e. að algengi skammdegisþunglyndis ykist með fjarlægð frá miðbaug og minnkandi birtuframboði kolféll í þeirra tilraun. Þeir settu fram þá tilgátu að trúlega hefði orðið náttúruval á Íslandi; þeir sem lögðust í víl og doða á haustin og rönkuðu ekki við sér fyrr en á vorin hefðu átt erfiðara með að koma genum sínum í gegn heldur en heilbrigðir. Að vísu er þetta skammur tími, þúsund ár, en við ræddum þetta og komumst að þeirri niðurstöðu að Íslendingar hefðu flutt þetta með sér vestur um haf, en fimmtungur þjóðarinnar fluttist til Vesturheims upp úr 1870. Við fórum því með rannsóknina þangað og rannsökuðum Vestur-Íslendinga sem búa á 50. breiddargráðu og fundum það út að þeir höfðu svipaða tíðni skammdegisþunglyndis og Bandaríkjamenn búsettir í Flórída, nánar tiltekið í Sarasota, en ekki þeir sem búsettir voru á sömu breiddargráðunni! Tilgáta Jóns og Andrésar hafði þá fengið stuðning. Síðan fórum við til Winnipeg og rannsökuðum fólk af alíslenskum ættum, afkomendur landnemanna, og þar reyndist algengi sjúkdómsins hið sama og hjá fólki hér í Reykjavík. Til samanburðar var fólk í sömu borg, af sama kyni og á sama aldri rannsakað, og í ljós kom að ef það var ekki Íslendingar voru líkurnar á að það fengi skammdegisþunglyndi 3,3 sinnum meiri. Þetta tekur af öll tvímæli um að það sé sterkur erfðaþáttur í tjáningu þessa sjúkdóms.

- See more at: http://www.nlfi.is/skammdegisthunglyndi-umraedur-og-fyrirspurnir#sthash.EpGK7ZBi.dpuf

Bangsi gefur blóð og rauðir hundar

Krakkar herma ýmislegt eftir foreldrum sínum, einkum þegar þeir (krakkarnir) eru litlir. Það eru hins vegar ekki allir krakkar sem eiga mæður sem vinna í Blóðbankanum. Þegar ég var lítil vann mamma einmitt í Blóðbankanum og að sjálfsögðu tóku leikirnir á heimilinu mið af því. Nýlega fékk ég í hendur mynd sem rifjaði upp þessa bernskuleiki mína, því auðvitað þurfti ég að láta bangsann minn gefa blóð, myndin hefur verið tilklippt og eitthvað smálegt meira verið gert við hana, en hún stendur alltaf fyrir sínu.

anna_bangsi2.png

 Á neðri hæðinni á Uppsölum, Aðalstræti 18, þar sem ég bjó þegar ég var lítil (í risíbúðinni með turninum fallega sem nú hefur blessunarlega verið stældur í nýrri hótel- og veitingabyggingu), voru læknastofur. Og einhvern tíma þegar ég veiktist var farið með mig til nafnkunns læknis á neðri hæðinni. Ég gleymi því aldrei þegar þessi fullorðni karlmaður, læknirinn, leit á mig og tilkynnti mér að ég væri með ,,rauða hunda". Ég man að ég leit upp eftir honum og líklega með mikilli fyrirlitningu, því mér fannst það með ólíkindum hvað svona virðulegur maður héldi eiginlega að börn væru heimsk. Ég var veik, en ekki með neina hunda, hvorki með mér né heima. 


Framboð sem fæðast af brýnni þörf - Regnboginn og Kvennalistinn

Tvisvar hef ég átt þátt í að skapa framboð sem varð til af einskærri eftirspurn. Fyrst þegar Kvennalistinn kom fram, en hreyfingin var stofnuð 13. mars 1983, eftir nokkurn aðdraganda, meðal annars kvennaframboð í sveitarstjórnum ári fyrr. Kosningar voru haldnar 23. apríl. Það sem knúði á um að Samtök um kvennalista væru stofnuð, þrátt fyrir að ýmsar kvennaframboðskonur væru því andvígar, var hrikalegt áhrifaleysi kvenna í landsstjórninni og þar með fullkomið skeytingaleysi um þau málefni sem við vildum beita okkur fyrir. Þá sátu 3 konur á þingi, 5% þingmanna. Eftir kosningarnar 1983 og framboð Kvennalistans urðu þær 9 eða 15%, þrjár af lista Kvennalistans, sem aðeins náði að bjóða fram í þremur kjördæmum af átta þá, og konum annarra flokka fjölgaði einnig um þrjár, þrýstingur frá framboði Kvennalistans átti sjálfsagt þátt í því. 

Ekki bjóst ég við að eiga aftur eftir að taka þátt í framboði sem yrði til af brýnni þörf. Og enn á ný með nokkrum aðdraganda. Allt þetta kjörtímabil hefur óánægja ESB-andstæðinga, ekki síst þeirra sem teljast róttækir í stjórnmálum, farið vaxandi eftir því sem Ísland hefur sogast æ meira inn í stórveldið sem ESB óneitanlega er. Mörg okkar, sem reyndum án þess að vitundarögn væri á okkur hlustaði, að hafa áhrif á forystu VG, hrökkluðumst burtu, ekki öll í sömu átt, en býsna mörg. Það er ómögulegt að gera sér fulla grein fyrir því hversu langur aðdragandinn hefur verið. En ef ég lít í kringum mig á það fólk sem ég á nú samleið með í Regnboganum, þá sé ég að þar er fólk sem ég hef verið að vinna með í mörg ár og samherjar þess og mínir úr ýmsum áttum. Þetta er hreyfing sem á rætur sem liggja víða. Fólk með sömu hugsjónir og ég í mikilvægum málum, ekki síst andstöðunni við valdablokkir, hvort sem þær eru innan flokka, samfélaga eða stórríkja. Verst er þetta þó innan stórríkja, þar sem áhrif stórgróðafyrirtækja eru yfirþyrmandi og máttleysi hins almenna borgara algert þegar á hólminn er kominn. Samskiptin eru falin í Kafka-ísku skrifræði þar sem enginn skilur hvernig það má vera að mál eru allt í einu komin einhvern veginn svo hræðilega illa. 

Það er eins og stundum sé ekki hægt að sleppa því að gera eitthvað. Við sem viljum binda enda á aðildarferlið sem sogar okkur sífellt meir inn í ESB, áttum fárra kosta völ fyrir næstu kosningar, annarra en að reyna að skapa veröldina sem við viljum sjálf. Ekki gátum við kosið stórvaldaflokkana sem hröktu okkur út í hrunið, þótt þeir hafi á tímabili virst vera harðir (en alls ekki óskiptir) í ESB-andstöðu sinni. Nú þegar þeir fara undan í flæmingi í þeirri umræðu allri, þá kemur hagsmunapotseðli þeirra einfaldlega æ skýrar í ljós. Vissulega voru aðrir kostir íhugaðir, en fyrir okkur Jón og Gunnu sem vildum alls ekki stofna enn einn flokkinn, leggjast í ítarlega flokkslagagerð og flókna málefnaumræðu um eitthvað sem kannski gæti hugsanlega varðað okkur einhvern tíma, þá var rétta leiðin eilítið anarískari. Efnt var til framboðs, þar sem byggt væri á mikilvægum grunngildum, en fjölbreytnin fengi að blómstra. Þannig varð Regnboginn til. 

Andstaðan við ESB-stórveldið og tröllatrú að mannkynið verði að stefna ötullega að sjálfbærri þróun, þó ekki væri nema til að jörðin, sem við byggjum í samfélagi við alls konar annað líf og náttúru, fái skárra atlæti en skít og skömm. 

Stórveldi sem ná yfir viðfeðm landsvæði hafa orðið til gegnum söguna en þau deyja líka eða liðast í sundur. Sú var eflaust tíðin að menn héldu að Rómaveldi yrði eilíft. Og árum saman hvarflaði ekki að nokkrum að Sovétblokkin myndi liðast í sundur. Því meira stjórnræði, þeim mun meiri líkur á að stórveldi kollvarpist, og um þessar mundir virðist ESB á leið til stóraukins stjórræðis. Hagsmunir stórfyrirtækja og verndun jarðarinnar sem okkur hefur verið trúað fyrir fara yfirleitt ekki saman. Við Íslendingar ættum að velja leið lítilla og farsælla lausna sem hæfa ekki bara okkar umhverfi heldur umhverfi út um allan heim.


Eldfimir tímar

Mér líður svolítið eins og veturinn 2008-2009. Einkennin eru svipuð, áreitið annað. Það hefur verið hrun, reiði brýst út, krafa um annað, nýtt og betra samfélag. Þá var það fjármálahrun þjófanna sem settu okkar samfélag, heimili og fyrirtæki á vonarvöl, nú er hrunið skriða af gömlum málum og nýjum sem varða kynferðisglæpi. Við erum á stigi reiðinnar, en krafan um annað, nýtt og betra samfélag er líka hávær. Nákvæmlega sama er að gerast út um allan heim, fjármálahrun og reiði í kjölfarið, skriða af gömlum og nýjum málum kynferðisglæpa. Reiði, krafa um nýja og betri veröld. Að sumu leyti verða aðstæður hér á landi til þess að allt samfélagið er undirlagt, smæð samfélagsins og áhrif hverrar einustu misgjörðar á næstum allar fjölskyldur, vinahópa, vinnustaði. En hrunið í Argentínu og Grikklandi er alvarlegt, kynferðisglæpirnir í Indlandi ógurlegir og afhjúpanir á glæpum Jimmy Saville í Bretlandi sýna sjúkt samtryggingarumhverfi. Þetta er allt að koma fram í dagsljósið og svo margfalt meira. Samfélagsmiðlar og miðlun upplýsinga hafa breytt veröldinni.

Við vorum aðeins á undan að sumu leyti hér á Íslandi hvað varðaði framvinduna í hruni fjármálakerfisins. Við hafa tekið erfið ár, varnarbarátta en ýmis vonbrigði og nú þykjast sumir greina að sé að sækja í sama ,,2007" farið. Ég vona að svo sé ekki, en útiloka það ekki. Ef okkur tekst ekki að láta þessar fjármálahamfarir leiða til einhvers góðs þá erum við hreinlega asnar. Þetta segi ég ekki síst vegna þess að ég má ekki til þess hugsa að sama þróun verði í kjölfar þeirrar reiði og kröfum og betra samfélag nú, þar sem virðist loks vera þjóðarsátt um að hætta að þagga niður glæpi og láta þá þannig viðgangast. Vonir og vonbrigði togast á um allan heim, hvort sem litið er á kjör fátækra, byltingu í Mið-Austurlöndum, harðnandi átök um byssueign í Bandaríkjunum eða þá öldu sem nú rís gegn kynferðisofbeldi.

Þriggja ára stúlka sem keyrði í gegnum gjóskuþoku og yfir gjallbunka á leið úr heimsókn frá Stínu frænku sinni á Suðurlandi fyrir margt löngu sagði, næst þegar stungið var uppá að skjótast í heimsókn til frænkunnar: ,,Æ, nei, ekki til Stínu, ég nenni ekki eldgos!" Önnur, ögn eldri, sagði við mömmu sína eftir aðeins of bitra lífsreynslu af heimilisofbeldi og fleiri hremmingum: ,,Æ, mamma, ég nenni ekki að þroskast!" Umbrotatímar eru alltaf erfiðir og það er allt í lagi að ,,nenna ekki eldgos" ef maður á val. Verst að valið er ekki alltaf til staðar. En það er eiginlega þegnskylda að þroskast.


Eldgos eru auðvitað ekkert fyndin, en ...

Eins og flestir Íslendingar ber ég óttablandna virðingu fyrir náttúruöflunum. Og innst inni veit ég auðvitað að eldgos eru ekkert fyndin. En hins vegar þá vill svo til að þrjár af uppáhaldsskemmtisögunum mínum tengjast allar Heimaeyjargosinu, sem ég man eftir eins og aðrir á mínum aldri. Ekki tókum við fjölskyldan mikinn þátt í því sem þar gerðist og á eftir, tókum þó að okkur eina ólétta flóttatík og hún gaut einum hvolpi á heimilinu.

En það er önnur saga. Ein þekktasta skemmtisagan er eflaust þessi (hér fengin af ruv.is kringum goslokahátíð í sumar):

Meðal annars [fluttu leikarar] fræga sögu af viðbrögðum Boga heitins í Eyjabúð. Sá sem seldi honum alltaf gos kom til hans og sagði: „Bogi, það er komið gos" og Bogi svaraði: „Settu það bara á tröppurnar, vinurinn."

Önnur er ættuð úr fjölskyldu eða vinahópi einnar vinkonu minnar og þegar ég setti hana á Facebook bárust mér einhverjar leiðréttingar, en hér er hún eins og ég heyrði hana, stutt og einföld:

Kona nokkur sagði: ,,Mig dreymdi mannsnafnið Arnaldur, og það var eins og við manninn mælt, átta árum síðar fór að gjósa í Heimaey!"

Sú þriðja er sönn saga sem við Gunna vinkona upplifuðum um morguninn þegar bátar Eyjamanna sigldu í Þorlákshöfn og fjölskyldur sóttu sína nánustu þangað. Meðal annars féll niður tími í bókmenntafræði hjá einum kennara okkar. Við snerum því til baka úr skólunum og mættum einni skólasystur okkar sem kom hlaupandi, aðeins of sein í tíma. Hún spurði hvers vegna við værum að fara til baka og við svöruðum (sem satt var): ,,Það fellur niður tími vegna þess að konan hans Vésteins á ættingja í Vestmannaeyjum." - Við skildum ekkert í því hvers vegna þessi skólasystir okkar varð eitt spurningarmerki í framan. 


Skemmtileg tilviljun

Varla hafði ég sett inn færslu um útvarp þegar annar dyggur útvarpshlustandi á heimilinu datt niður í dagskrá sem oft er gaman að hlusta á, Þemakvöld útvarpsins. Og þar mátti í gærkvöldi heyra eldgamlan útvarpsþátt sem ég gerði, raunar þann fyrsta í fullri lengd, en hann hét Snjórinn og skáldin. Þökk sé nýrri tækni gat ég hlustað á þetta brot úr fortíðinni, frá því ég var 26 ára og gekk með annað barn okkar hjónanna. Það leynist margt í útvarpsdagskránni og hér er þemakvöldið í heild, en þar er margt annað gott að finna sem minnir á veturinn en þennan þátt minn og þeir sem deila minni skoðun um að útvarpið sé skemmtilegasti miðillinn geta smellt á tengilinn hér að neðan eða stokkið beint í minn þátt sem byrjar á mínútu 105 (þetta seinasta er komið inn vegna ábendingar um að þemakvöldið sé nokkuð langt, en eins og segir í yfirskriftinni: Ekkert liggur á):

http://www.ruv.is/sarpurinn/ekkert-liggur-a-themakvold-utvarpsins/22092012-0

Þessi upprifjun gæti hrint af stað nýrri umfjöllun um talmálsþætti í útvarpi, sem eru það efni sem mest er lagt í og oft gaman að hlusta á, ef maður gefur sér tíma. En eðli málsins samkvæmt gefst oftar tóm til að hlusta á tónlist í erli dagsins.


Útvörp

Mér hefur alltaf fundist útvarp skemmtilegasti miðillinn og finnst enn. Það er ekki bara vegna þess að þegar ég var lítil var lítið um sjónvarp. Eina efnið í Kanasjónvarpinu sem ég hafði gaman af og laumaðist til að horfa á hjá ömmu (og síðar hjá Dúkku á neðstu hæðinni), var kosningabarátta Nixons og Kennedys haustið 1959 og þegar Bítlarnir komu fram í þætti Ed Sullivan nokkrum árum síðar. Þegar íslenska sjónvarpið byrjaði þá leist mér svo sannarlega ekki á dagskrána, en á dagskrá fyrstu kvöldin (miðvikudag og föstudag) var meðal annars, auk ávarps útvarpsstjóra í guðs friði, bæði Dýrlingurinn og Steinaldarmennirnir. Mér fannst einum of að fá bæði eitthvað kaþólskt dýrlingarugl og fræðsluþátt um fornaldarsögu í einum pakka og dagskráin ekki lofa góðu. Síðar komst ég að því að Dýrlingurinn var spennuþáttur með Roger Moore, sem seinna varð ,,skemmtilegi“ Bond-inn. Steinaldarmennirnir Fred Flintstone, fjölskylda og vinir voru líka aðeins annað en ég hafði haldið. Þá fór ég að venja komur mínar enn frekar en áður til Hönnu frænku minnar.

Leikrit, framhaldssögur og tónlist til forna

Útvarpið hélt áfram að heilla. Nýlega endurvakti RUV spennuna kringum leikritið ,,Hulin augu“ en ég spilaði sjóræningjaútgáfu af þeim þætti fyrir börnin mín og vini þeirra í sumarbústað í Húsafelli þegar þau voru kringum tíu ára aldurinn og þau fengu sama hrollinn og ég hafði fengið á svipuðum aldri þegar þetta vinsæla framhaldsleikrit var frumflutt. Ég man líka svolítið óljósar eftir leikritum og framhaldssögum á borð við ,,Milljón mílur heim“ (Space Oddity þeirra tíma), Andrómedu og Seið Satúrnusar. Svo reyndi á heilasellurnar þegar ég datt í Ibsen, Afturgöngur og Þjóðníðing. Toppurinn var samt Biedermann og brennuvargarnir eftir Max Frisch. Svo fór ég að hlusta á ,,Lög unga fólksins“ og ný vídd opnaðist, tónlist í útvarpi, þar sem ég hafði haft takmarkaðan áhuga og þroska til að hlusta á sinfóníugaulið milli kl. 15 og 16 á daginn og enn fæ ég hroll þegar Al Caiola (Kajóla) og Edmundo Ros(s) eru spilaðir, sem er reyndar fátítt. Enn ömurlegra fannst mér þegar stillt var á ,,Kanann“ og eilíf kántrýtónlist hljómaði í bland við Jim Reeves, sem mér fannst að hlyti að hafa dáið gagngert til að kvelja mig með ódauðlegu lögunum sínum (sem betur fer heyrast þau æ sjaldnar). Radio Luxembourg og Radio Caroline, sjónræningjastöðvarnar sem komu, sáu, sigruðu og hættu, voru mun meira spennandi.

Fleiri stöðvar, minni fjölbreytni

Seinna fór ég að vinna við útvarpsþáttagerð og hef aldrei alveg hætt því. Aðallega í Ríkisútvarpinu, sem enn var bara eitt þegar ég byrjaði. Skemmtilegasta fjölmiðlun sem hægt er að taka þátt í, en ekki hægt að gera það nema takmarkað í hérumbil sjálfboðavinnu. Eftir dagskrárgerðarnámskeið sem haldin voru 1977 og 1978 var reyndar stofnað Félag lausráðinna dagskrárgerðarmanna, með núverandi forseta Alþingis og fleira gott fólk framarlega í flokki. En flest misstum við verkefnin þegar félagið fór að láta að sér kveða í kjarabaráttu, einhverjum fimm árum eftir að námskeiðin góðu voru haldin. Svo kom verkfall/verkbann sem skrúfaði fyrir útvarpið. Íslenskar sjóræningjastöðvar voru stofnaðar og í kjölfarið var allt í einu allt fullt af útvarpi. Fjölbreytnin jókst ekki, þvert á móti, ,,playlistar“ héldu innreið sína og sumir fylgja þeim enn.

Batnandi útvarpi er best að lifa

Nú er komið á ákveðið jafnvægi, að vísu ekki lengur bundið við útvarpið eitt. Alls konar valkostir, svosem hlaðvarpið, YouTube og tonlist.is allra þjóða, hafa aukið úrval góðs útvarpsefnis og tónlistar. Tónlistarstöðvar eru ögn fjölbreyttari en fyrr. Umburðarlyndi mitt í tónlistarmálum hefur líka vaxið, en óþol fyrir ýmsu öðru að sama skapi einnig. Hef gert þarfagreiningu sem ég styðst við við útvarpshlustun:

  1. Hlusta ekki á útvarpsstöðvar/-þætti þar sem ég á á hættu að verða fyrir barðinu á innhringingum hlustenda. Ömurlegra útvarpsefni get ég varla hugsað mér. Nógu lítið gefin fyrir síma þótt ég lendi ekki líka í að hlusta á (oftast leiðinleg) símtöl í útvarpi. Eins og allar góðar reglur á þessi undantekningar. Ég hlusta á næturútvarp um helgar þegar Guðni Már Henningsson spilar tónlist á Rás 2, þangað til einhver hringir inn. Þá er tími til kominn að slökkva. Endrum og sinnum eru innhringingar í síðdegisútvörpum og þá skipti ég með hrolli og meira að segja X-ið hleypir símtölum að í sumum þáttum, vont mál. Sumum finnst gaman að hlusta á símtöl og til eru útvarpsstöðvar sem gera út á þá þörf.
  2. Elti góðar tónlistarstöðvar af talsverðum ákafa til að hafa alltaf góð ,,lög við vinnuna“. X-ið á vinninginn þessa dagana og misserin, einkum Ómar á morgnana. Brilljant lagaval, meira nýtt en gamalt, en meira af eðaltónlist þarna en víðast annars staðar. Mjög sjaldan að síminn er tekinn upp á X-inu á þeim tímum dags sem ég hlusta mest. Stundum er ég í skapi fyrir Gullbylgjuna, en þar á ég á hættu að heyra í Gilbert O‘Sullivan og það rústar því dæmi. Mikið rosalega er maðurinn leiðinlegur.
  3. Stundum heyri ég dagskrárkynningar kringum áhugavert efni og skelli áminningu í dagbókina og reyni að haga vinnunni þannig að mögulegt sé að hlusta á bitastætt efni á meðan ég vinn einhver nauðsynleg en rútínukennd störf. Cohen þættir á Rás 1, klassísk tónlist og áhugaverð nútímatónlist, smá djass í bland við ýmislegt annað kemst þarna inn í tilveruna. Vantar reyndar góðan blúsþátt. Svo kemur Tríó stundum sterkt inn og þættir um fólk sem hefur verið búsett erlendis, hvort tveggja á vegum Magnúsar Einarssonar ef ég man rétt.
  4. Hef ákveðna rútínu á virkum dögum, á morgnana þegar ég vakna, þegar ég er orðin þreytt undir hádegið en þó fyrst og fremst á leiðinni í og úr vinnu (sem er 15-60 mínútna akstur eftir akstursskilyrðum og umferðarþunga, en þó fyrst og fremst eftir snattálagi (allt upp í 4 viðkomustaðir á heimleið og stundum gríp ég farþega með á leiðinni heim)). Á morgnana þegar ég er að koma mér í gang hlusta ég á KK og þar sem ég ek yfirleitt í vinnuna á milli kl. 9 og hálf 10 tékka ég oft á viðtölum á Rás 1 áður en ég stilli á X-ið. Inn á milli koma áhugaverð viðtöl, en X-ið á nú samt vinninginn. Á heimleið úr vinnunni næ ég rest af síðdegisútvarpi á Rás 2 og Bylgjunni og ef um snattdag er að ræða þá einum til þrennum fréttum. Undir hádegi er Samfélagið í nærmynd, þar er gaman að hlusta á fréttir frá Noregi og hvað fólk er að lesa.
Á meðan ég pikkaði þessa hugleiðingu (í allmörgum áföngum) inn hlustaði ég meðal annars á Creep með Radiohead, White Stripes, tvö lög með Mumford and sons, eitt með Of Monsters and Men, annað með Metallica og Paint it Black með Rolling Stones, allt á X-inu. Ef mig bráðvantar að eignast lagið sem ég er að hlusta á þá get ég skoðað í tölvunni hvað lagið hét og hver flytur og sótt það á tonlist.is.

Jökulsárlón

Einn af mínum uppáhaldsstöðum á Íslandi er Jökulsárlón. Það er einhver galdur við það og dramatísk örlagasaga liggur í loftinu, mun það verða áfram til eða ekki, á að reyna að viðhalda því? Í fyrra ætlaði ég að sýna systurdóttur minni, Anne, og fjölskyldu hennar lónið, en þá kom eldgos og ég þurfti að útskýra fyrir þessari hálfamerísku fjölskyldu að í fyrsta lagi væri ófært vegna öskublindu þangað austur (og ég nennti ekki að keyra norðurleiðina) og svo væri ísinn drulluskítugur. En eflaust hefur hann verið fallegur í þeim búningi eins og öðrum. Þess í stað sáu þau gosmökkinn og ætluðu varða að trúa sínum eigin augum þegar hann var að nálgast Reykjavík en við að koma ofan úr Borgarfirði.

Í sumar komst ég að lóninu, enn eina ferðina, og nú bar svo við að þrátt fyrir 15-20 stiga hita allt um kring voru aðeins 5 gráður við lónið, en blankalogn og alls ekki kalt. Á leiðinni yfir brúna sáum við ferðafélagarnir að rauk upp úr jörðinni, þannig að væntanlega hefur verið mun hlýrra fyrr um daginn og var þó varla komið nema rétt yfir hádegið. Ég hef séð lónið í logni og blíðu, sól og skýjuðu, siglt um það í þoku, sem var magnað, og í ágætu veðri. Aðrir fjölskyldumeðlimir þekkja lónið enn betur án þess að ég fari nánar út í þá sálma. Þótt krökkt sé af túristum við lónið seinni árin, þá þarf ekki að ganga langt til að vera ótrúlega einn í þessu undarlega umhverfi. Við erum ljónheppin, Íslendingar, að eiga þessa merkilegu náttúruperlu. 

Viðbót kl. 23:24: Fann ágæta frétt af öskusvörtum jökum til samanburðar:

2012-07-16_12_05_44.jpg


Snjórinn og skáldin

Fyrsti útvarpsþátturinn sem ég gerði, eftir dagskrárgerðarnámskeið fyrir ævalöngu, hét Snjórinn og skáldin. Mér finnst að skáldin eigi að bretta upp ermarnar og yrkja um þennan met-desembersnjó. Björgunarsveitarmenn steinsofandi á starfsstöðvunum örþreyttir eftir að hjálpa mis-skynsömum samborgurum, falleg ófærð, skafrenninurinn skrautlegi og ýmisleg önnur yrkisefni - af nógu er að taka. Og í skjóli jóla og ófærðar eru fullt af stjórnmálamönnum út um allt að taka fullt af ákvörðunum.

Jóla, jóla ...

Alltaf jafn gaman að fá jólin, þau koma hvernig sem stendur á. Stundum er einhver nákominn á sjúkrahúsi og stundum eru allir hressir og heilir. Jólastress er fúlt, jólastemning góð, jólalyktin fín og sum jólalögin ,,sökka" meðan önnur sindra. En þar sem jólin nálgast hef ég auðvitað engan tíma til að blogga meir ...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband