Skemmtileg tilviljun

Varla hafði ég sett inn færslu um útvarp þegar annar dyggur útvarpshlustandi á heimilinu datt niður í dagskrá sem oft er gaman að hlusta á, Þemakvöld útvarpsins. Og þar mátti í gærkvöldi heyra eldgamlan útvarpsþátt sem ég gerði, raunar þann fyrsta í fullri lengd, en hann hét Snjórinn og skáldin. Þökk sé nýrri tækni gat ég hlustað á þetta brot úr fortíðinni, frá því ég var 26 ára og gekk með annað barn okkar hjónanna. Það leynist margt í útvarpsdagskránni og hér er þemakvöldið í heild, en þar er margt annað gott að finna sem minnir á veturinn en þennan þátt minn og þeir sem deila minni skoðun um að útvarpið sé skemmtilegasti miðillinn geta smellt á tengilinn hér að neðan eða stokkið beint í minn þátt sem byrjar á mínútu 105 (þetta seinasta er komið inn vegna ábendingar um að þemakvöldið sé nokkuð langt, en eins og segir í yfirskriftinni: Ekkert liggur á):

http://www.ruv.is/sarpurinn/ekkert-liggur-a-themakvold-utvarpsins/22092012-0

Þessi upprifjun gæti hrint af stað nýrri umfjöllun um talmálsþætti í útvarpi, sem eru það efni sem mest er lagt í og oft gaman að hlusta á, ef maður gefur sér tíma. En eðli málsins samkvæmt gefst oftar tóm til að hlusta á tónlist í erli dagsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband