Sjónvarpsdagskrá fyrir Björn Bjarnason

Það er auðvelt að detta niður í Bond-myndir þessa dagana, ýmsar stöðvar, íslenskar og erlendar, greinilega búnar að dusta rykið af Bond-spólunum í tilefni af því að sú nýjasta hefur verið tekin til sýninga. Ég var alltaf mjög sátt við Roger Moore sem Bond, minnst reyndar að það hefðu verið fyndnustu myndirnar, en eftir að hafa séð 2-3 að undanförnu er ég ekkii eins viss. Þetta er auðvitað rakin dagskrá fyrir Björn Bjarnason, en hvorugt okkar hefur sennilega tíma til að horfa mikið á sjónvarp, og þó, ég kíki aðeins á House, Bond og Grey´s - svona þegar ég get. Og fréttirnar, ekkert enn sannfært mig um að þetta fari skánandi ...

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Yngvi Högnason

Afhverju er þetta rakin dagskrá fyrir Björn? Hef haldið hingað til að þú værir þokkalega vel gefin.

Yngvi Högnason, 21.11.2008 kl. 05:01

2 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Skil ekki athugasemdina. Björn Bjarnason er hins vegar einn þekktasti Bond-aðdáandi Íslands og ávallt kallaður til þegar fjalla á um Bond-myndir. Og jú, greindarvísitalan er í góðu lagi, takk.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 21.11.2008 kl. 23:30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband