Lán eða lánleysi

Það er áhugavert að heyra stjórnarsinna kalla á kosningar og segir ekki annað en að viðkomandi telji að stjórnvöld hafi klúðrað málum, væntanlega meðal annars þeim lánum sem nú er verið að taka með verulegt lánleysi í farteskinu. Það má ekki gleyma því sem okkur er hótað að sé framundan: Krónan lækki enn í verði, stýrvextir fari enn hærra. Ef við erum bundin á klafa ákvarðanatöku sem ekki er okkur í hag fer svona. Hér eru þrjú óheillaskref, lánleysið okkar:

1. Bankaútþenslan var í krafti regluverks sem hentaði okkur ekki, þar sem við máttum ekki stöðva bankana okkar í að þenjast allt of mikið út erlendis samkvæmt regluverki ESB gegnum EES. Sama hvaða úrræði aðrar þjóðir kunna að hafa fundið, þess hefur jafnan verið vandlega gætt að við spilum eftir leikreglunum sem stóru þjóðirnar setja, þótt þær fari ekki alltaf eftir þeim sjálfar.

2. Skilyrði IMF (þótt þau komi ekki upp á yfirborðið nema í orðalaginu: sameiginlegur skilningur) fyrir stóra láninu eru þess valdandi að krónan mun væntanlega falla enn meira og stýrvextir hækka og hverjir gjalda þess mest: Auðvitað fjölskyldurnar í landinu, sem flestar eru æði skuldsettar, illu heilli.

3. Ef við færum i Evrópusambandið myndum við ekki fá undnanþágur í sjávarútvegsmálum við inngöngu, í mesta lagi eitthvað óverulegt. Við erum hugguð með því að í staðinn ættum við að reyna að hafa áhrif innan frá, en erum við ekki nýbúin að fá skýr skilaboð um það hverjir ráða ferðinninn innan ESB? Stóru þjóðirnar. Við uppfyllum ekki skilyrði myndbandalagsins þannig að Evruupptaka er einhvern framtíðartónlist, ef við færum inn, og ef það þætti þá eitthvert vit í því.

Skyldu Samfylkingarráðherrarnir sem vilja kosningar til þess að hjól atvinnulífsins færu að snúast, í krafti kosningaloforða? 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband