Sumum virðist ekki duga að kyssa vöndinn - þarf að éta hann líka? (og heiðarlegar undantekningar)

Nú er það orðið vel ljóst, sem áður voru sterkar grunsemdir um, að Evrópusambandið kúgaði okkur Íslendinga til þess að hlýða sér í einu og öllu eða hafa verra af ella! Burtséð frá því hvaða skoðun við höfum atburðarásinni og ákvarðanatökunni, þar mátti vissulega margt betur fara, sömuleiðis á því hverjum bæri að axla ábyrgð gagnvart sparifjáreigendum sem vildu þá ávöxtun sem Icesave bauð uppá - eitt er dagljóst og það er á hverja er hlustað innan Evrópusambandsins. Þá stóru og sterku.

Og þótt regluverk EES (upprunnið hjá ESB) hafi valdið því að við máttum ekki hafa hemil á útþenslu bankanna og ofvexti erlendis, þá er svo búið um hnútana að sama batterí og setur leikreglurnar ber enga samábyrgð á afleiðingum reglnanna. Og enn eru þau öfl sem vilja koma okkur inn í Evrópusambandið að fara hamförum í kröfunni um að koma okkur í Evrópusambandið. Framsókn búin að losa sig við alla viðspyrnu (mögulega líka flestalla kjósendur í kjölfarið) og Sjálfstæðisflokkurinn orðinn ansi ráðvilltur líka. Það lítur út fyrir að sumir vilji ekki bara kyssa á þennan vönd yfirgangs Evrópusambandsins heldur sé verið að búa sig undir að éta hann líka. Gott ef ekki að að setja tómat og sinnep á skaftið til að koma því betur niður.

Þess vegna er hressandi að heyra einn og einn heiðarlegan krata með snúast gegn ofríki ESB, eins og Kristján Pétursson, bloggvin minn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyr, heyr!!

alva 18.11.2008 kl. 00:30

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Höfðum reyndar heimildir til að setja bönkunum frekari reglur en voru í EES samningum. T.d. eru strangari reglur á Spáni þar sem Spánar banki hefur mjög ítarlegt vald m.a. bannaði hann bönkum þar að fjárfesta í undirmálsbréfum.  Held afnám bindiskyldu sem og þetta algjöra frelsi sé nú bara komið frá Seðlabanka okkar óþarfi að kenna EES um þetta.

Bendi líka á að margir hallast á að kröfur ESB um að innistæður í Íslenskum banka væru tryggðar óháð þjóðerni séu réttar. Enda eru um 30 þjóðir þ.e. fleiri en ESB sem eru sammála því. M.a. Noregur sem er jú með okkur í EES.

Ef við hefðum ekki varið þessar innstæður þá hefðum við í raun verið að sparka í 300 þúsund BRETA. Er það ekki svipaður fjöldi og við erum. Auk þess um 50 þúsund Hollendinga, nokkrar þúsundir Belga, eins Þjóðverja og fleiri Erum við þá ekki að tala kannski hálfa milljón. En nei við viljum að allir séu góð við okkur og að við þurfum ekki að borga sumum innistæðueigendum því þeir séu í útlöndum. Stjórnvöld stóðu sig ekki í að koma þessu IceSave úr landi. Og því erum við búin að byggja, borða og nota þessa peninga frá þessu fólki með því að þiggja lán frá Landsbanka sem flutti þessa peninga hingað heim.

Síðan er jú allt annað með hryðjuverkalögin.

Magnús Helgi Björgvinsson, 18.11.2008 kl. 01:40

3 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Mergurinn málsins er sá að hlustað er á stóru þjóðirnar en þeim litlu ekki einu sinni gefinn kostur á málsvörn, jafnvel í því tilviki að hryðjuverkalög hafi mögulega/líklega átt þátt í að mun verr fór en hefðu þurft - líka hvað varðar hagsmuni innistæðueigenda í Bretlandi.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 18.11.2008 kl. 02:12

4 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Mér heyrist að það séu fleiri í sporum Kjartans þessa stundina, er að heyra sífellt fleiri raddir í þessum dúr.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 18.11.2008 kl. 21:00

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband