,,Hitt" kvikmyndaþema helgarinnar: Forseta(kosninga)kvikmyndir

Bond myndir voru áberandi í dagskrá sjónvarpsstöðva um helgina eins og þegar hefur komið fram og sömuleiðis forseta(kosninga)kvikmyndir. Myndin með Michael Douglas og Annette Bening var á tveimur stöðvum að minnsta kosti og svo var Chris Rock myndin líka sýnd. Wag the Dog hefur greinilega ekki þótt við hæfi, þótt sú mynd standi nú alltaf fyrir sínu. En alla vega, þokkaleg afþreying, sem alltaf er gott í kreppustemmningunni. Við fáum kannski ekki Cabaret-ástand þar sem allir reyna að skemmta sér af öllum kröftum til að gleyma ástandinu, en ef það færi að bresta á er líka hollt að muna hvað fylgdi í kjölfarið.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband