Í frábærum félagsskap baráttufólks Obama

Horfðum á kappræðurnar hjá Anne systurdóttur minni í kvöld, en þar safnast fólk saman þegar svoleiðis viðburðir eru. Á eftir þurftu Nína og Anne að skjótast á fund hjá Obamaskrifstofunni hér í bæ og ég fékk að koma með, naut þess ekkert smá. Mikil fagmennska á ferð þarna og góður baráttuandi. Að öðrum ólöstuðum fannst mér Meb, gamall baráttujaxl, hagfræðiprófessor á eftirlaunum (sem spurði talsvert út í ástandið á Íslandi áður en fundurinn hófst) mest heillandi af þessum flotta hópi. Held að engum geti dulist að Obama ber málefnalega höfuð og herðar yfir McCain í þeim málaflokki sem mest er að döfinni núna, efnahagsmálum, McCain skilaði nánast auðu og svaraði bara ,,markaðurinn sér um þetta allt" - við vitum nú aðeins betur!

Svo finnst mér mjög gott að heyra áherslur Obama í orku-/umhverfismálum, það verður gaman að fá rödd hans í heimsumræðuna, ekki veitir af. Síðast en ekki síst þá er demókrötum svo margfalt betur treystandi fyrir heilbrigðismálum hér í Bandaríkjamönnum en McCain og hans fólki, karlinn virtist ekki hafa áhuga á öðru en hvað sektirnar yrðu háar hjá þeim sem þeir sem vanræktu lögbundna heilsutryggingar fyrir starfsfólk sitt.

Svipmyndir af fundinum, mikið var gaman:

CIMG3551

 

 

 

 

 

 

Nína, Meb, Linda (rauðklædd) og fleiri

CIMG3547

 

 

 

 

 

 

CIMG3546


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband