Kappræðurnar í kvöld - mikilvægur atburður og bolabrögð repúblikana

Kappræðurnar milli Obama og McCain í kvöld munu skipta miklu máli - þótt ég sjái ekki hvernig McCain ætti að hafa betur, miðað við ástandið á karlinum, þá verð ég samt fegin þegar þær verða búnar með góðum sigri Obama. Því miður eru farin í gang alls konar bolabrögð repúblikana til þess að fæla fátækt fólk frá því að kjósa, til dæmis með því að telja því trú um að ef það eigi einhverjar opinberar skuldir útistandandi, þá verði það handtekið á kjörstað. Hafi menn ekki góðan málstað að verja þá er gripið til slíkra ráða. Við erum ekki búin að gleyma Florida fyrir átta árum, Bush hefði aldrei átt að ná kjöri, en bolabrögð eru því miður nothæf og máli skiptir að reyna að vinna gegn svoleiðis andstyggilegheitum. Markaðir um allan heim sveiflast eins og róla í roki og þótt við Íslendingar þurfum auðvitað alltaf að vera mest og best í öllu, líka í efnahagshörmungunum, þá er greinilega að víða um heim er mikil barátta fyrir að viðhalda þokkalegum lífskjörum (þar sem þeim er til að dreifa) í gangi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband