Freudisk mistök

Beit það í mig þegar kvöldaði að gögn sem mig bráðvantaði væru uppi í bústað. Ekki um annað að gera en að skjótast þangað, þótt ég sé skyldum hlaðin heima við eins og sakir standa. Þessi gögn eru auðvitað alls ekki hér, en ég er hér, skrýtið ;-)

Óvænt tilviljun ræður því lika að það sem ég ætlaði að gera í kvöld frestast um einn dag eða svo, vegna ástæðna sem ég stjórna ekki. Þannig að ég ætla að vakna hér í fyrramálið, hress og kát, ná mér í smá sól ef hún skín (spáin bendir til þess) og bruna svo í bæinn og halda áfram að sinna því sem ég er búin að taka að mér í nokkra daga og heldur mér (svona mestanpart) í bænum, þótt Álftanesið okkar sé nú ekki alveg í bænum og yndislegt bæði sumar og vetur. Eina sem vantar þar er lynglyktin og sumarhitinn sem stundum verður í innsveitum og sjaldan annars staðar. Timburlyktin í bústaðnum er líka sérstök, ég þarf kansnki bara að eyða meiri tíma uppi á lofti heima, þar bregður henni fyrir, þótt það sé ekki eins greinilegt og hér.

Um það bil um leið og ég fer héðan fer Hanna með sína vini hingað uppeftir til tveggja daga sælu, ég náði þó alla vega að hafa pottinn tilbúinn fyrir þau í leiðinni. Og þetta sem ég fann ekki heima er þá alla vega þar, ég er sennilega að leita að rangri möppu utan um gögnin, en aðallega held ég þó að bústaðurinn hafi verið farinn að toga ansi fast í mig, eftir heilla þriggja daga fjarveru.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband