Hestamenn á heimleið

Þá eru nú hestamennirnir, Ari minn, Bjössi mágur hans og fleiri sem tengjast bæði Borgarfirði og Álftanesi, á heimleið, ríða gamla leið yfir Holtavörðuheiði og niður í Fornahvamm á morgun. Símasamband hefur verið frekar stopult í ferðinni en seinustu daga hef ég þó heyrt í þeim. Það verður gaman að fá Ara hingað í bústaðinn, en hann verður hér næstu nætur meðan verið er að koma hestunum í sumarhagana sína. Enn eru þau fyrir norðan og hafa fengið alls konar veður. Ferðaáætlun hefur riðlast gersamlega vegna veðurs og vatnavaxta en þau reyna kannski aftur að ári. Svona ferðir eru alltaf ævintýri, ég hef elt hestamenn í nokkrum slíkum og alltaf gaman að ferðast um landið. En sannast sagna hefur veðurblíðan hér á Vesturlandinu togað meira en ferðir norður, svona hingað til alla vega en ég hef haldið því opnu að skreppa norður og hitta hópinn, en frekar sátt við að á það reyndi ekki. hesturHalldorPetursson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband