Undirskrift samninga um Álftaness sögu, meistaraprófsfyrirlestur framundan og á leið í Sandgerði og til Ungverjalands

Margt að gerast í lífinu núna. Var að undirrita samning um viðbót við ritun Álftaness sögu. Er á leiðinni í Sandgerði, hef verið að vinna í lokahnykk á þeirri sögu, sem kemur vonandi út núna á árinu. Svo er ég að fara að flytja meistaraprófsfyrirlesturinn minn í tölvunarfræði í næstu viku, átti að vera á mánudag en búið að biðja mig að færa hann yfir á fimmtudag, sem er bara ágætt líka. Eftir það dríf ég mig aðeins til Ungverjalands, vinnutörn hjá okkur mæðgunum báðum, þannig að við verðum saman, Hanna í prófum og ég að vinna á fullu í mínum verkefnum. Eitt annað (smærra) verkefni, sem fer í gang um svipað leyti, ekki tímabært að fjalla um það svo ég hef í nógu að snúast. Svona hefur þetta alltaf verið á mínum free-lance árum, fer kannski hægt af stað en áður en ég veit er ég komin á meira en fullt. Bara gaman. Og inn á milli tókst mér að taka eitt stk. viðtal fyrir Húsfreyjuna og búin að skila inn öllum gögnum. Já, þessi lausamennska er bara svolítið fjörug.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Held að með því að skipuleggja tíma sinn sjálfur komi minna af dauðum vinnutíma, sem annars getur komið upp í vinnu á föstum vinnutíma. Til dæmis þegar maður er frá 9-5 í vinnunni og langar að sofa milli 3 og 5, þá er bara hægt að sofa og vakna svo endurnærður og kíkja aðeins á sjónvarpið og halda svo áfram að vinna. En allt hefur sína kosti og galla, núna er ég full af orku, en það komu svo sannarlega orkuleysistímabil í vetur, á meðan ég var ekki komin með verkefnastöðuna á hreinu. Þannig að þetta er bara svona misjafnt eins og allt í heiminum.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 22.5.2008 kl. 18:58

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband